Neyðarástand á leikskólum 2. september 2005 00:01 Engar tölur eru til um það hjá menntasviði Reykjavíkurborgar hve mörg börn eru á biðlista eftir plássi í leikskólum borgarinnar vegna starfsmannaeklu. Að sögn Gerðar G. Óskarsdóttir, sviðsstjóra menntasviðs Reykjavíkurborgar, vantar enn um 100 starfsmenn í leikskólana og hafa leikskólastjórar í 18 leikskólum tilkynnt að þeir neyðist hugsanlega til að grípa til aðgerða vegna skorts á starfsfólki ef starfsmannamál leysast ekki á næstunni. "Leikskólastjórar segjast neyðast til að stytta dvalartíma barna og stytta skóladaginn," segir Gerður. Þá hafa myndast biðlistar vegna manneklu því sumir leikskólar geta ekki tekið inn ný börn sem sótt hafa um vist. Alls eru 132 börn á biðlista í þeim 18 leikskólum sem ástandið er verst í. Leikskólinn Geislabaugur í Grafarholti er þar á meðal. Þar eru 34 börn á biðlista og enn á eftir að ráða í sex stöður af 24, að sögn leikskólastjórans, Ingibjargar Eyfells. Guðrún María Harðardóttir, leikskólastjóri á Grandaborg, hélt fund með foreldrum og starfsmönnum leikskólans í fyrradag og var borgarstjóri, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, viðstödd. Á Grandaborg vantar í þrjár til fjórar stöður en leikskólinn er samt sem áður fullsetinn því búið var að taka öll ný börn inn áður en starfsfólk hætti fyrirvaralaust. "Við ákváðum á fundinum að skerða vistunartíma á hvert barn um eina klukkustund," segir Guðrún María. "Það eru mildustu aðgerðirnar sem við gátum gripið til," segir hún og bendir á að aðrir leikskólar hafi jafnvel þurft að loka deildum til skiptis heilu dagana. Steinunn Valdís tilkynnti þar jafnframt að kjarasamningar starfsmanna á leikskólum og frístundaheimilum yrðu endurskoðaðir fyrr en ætlað var og að borgin geri ráð fyrir auknum kostnaði sem nemi 20 til 50 milljónum vegna aukins álags á starfsfólk vegna manneklu. Samkvæmt upplýsingum frá Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur vantar enn um 100 starfsmenn á frístundaheimili borgarinnar. Fréttir Innlent Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Engar tölur eru til um það hjá menntasviði Reykjavíkurborgar hve mörg börn eru á biðlista eftir plássi í leikskólum borgarinnar vegna starfsmannaeklu. Að sögn Gerðar G. Óskarsdóttir, sviðsstjóra menntasviðs Reykjavíkurborgar, vantar enn um 100 starfsmenn í leikskólana og hafa leikskólastjórar í 18 leikskólum tilkynnt að þeir neyðist hugsanlega til að grípa til aðgerða vegna skorts á starfsfólki ef starfsmannamál leysast ekki á næstunni. "Leikskólastjórar segjast neyðast til að stytta dvalartíma barna og stytta skóladaginn," segir Gerður. Þá hafa myndast biðlistar vegna manneklu því sumir leikskólar geta ekki tekið inn ný börn sem sótt hafa um vist. Alls eru 132 börn á biðlista í þeim 18 leikskólum sem ástandið er verst í. Leikskólinn Geislabaugur í Grafarholti er þar á meðal. Þar eru 34 börn á biðlista og enn á eftir að ráða í sex stöður af 24, að sögn leikskólastjórans, Ingibjargar Eyfells. Guðrún María Harðardóttir, leikskólastjóri á Grandaborg, hélt fund með foreldrum og starfsmönnum leikskólans í fyrradag og var borgarstjóri, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, viðstödd. Á Grandaborg vantar í þrjár til fjórar stöður en leikskólinn er samt sem áður fullsetinn því búið var að taka öll ný börn inn áður en starfsfólk hætti fyrirvaralaust. "Við ákváðum á fundinum að skerða vistunartíma á hvert barn um eina klukkustund," segir Guðrún María. "Það eru mildustu aðgerðirnar sem við gátum gripið til," segir hún og bendir á að aðrir leikskólar hafi jafnvel þurft að loka deildum til skiptis heilu dagana. Steinunn Valdís tilkynnti þar jafnframt að kjarasamningar starfsmanna á leikskólum og frístundaheimilum yrðu endurskoðaðir fyrr en ætlað var og að borgin geri ráð fyrir auknum kostnaði sem nemi 20 til 50 milljónum vegna aukins álags á starfsfólk vegna manneklu. Samkvæmt upplýsingum frá Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur vantar enn um 100 starfsmenn á frístundaheimili borgarinnar.
Fréttir Innlent Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira