Kosið milli Camerons og Davis 20. október 2005 00:01 Breski Íhaldsflokkurinn fækkaði í gær keppinautunum um flokksleiðtogahlutverkið niður í tvo. Yngsti frambjóðandinn, David Cameron sem er 39 ára, hlaut afgerandi mestan stuðning í útsláttaratkvæðagreiðslu í þingflokknum. 90 þingmenn studdu hann og bar hann þar með afgerandi sigurorð af keppinautunum. Næstur honum kom David Davis með 57 atkvæði. Á næstu sex vikum munu hinir 300.000 skráðu meðlimir flokksins fá tækifæri til að gera upp á milli þeirra tveggja. Úrslitin verða kunn í byrjun desember. Í þessari umferð féll Liam Fox úr leik, en hann hlaut 51 atkvæði. Áður voru Malcolm Rifkind og Kenneth Clarke dottnir úr leik. „Ég vil vera málsvari breytinga, bjartsýni og vonar í þessu landi," sagði Cameron eftir að úrslitin voru ljós. Þrátt fyrir að hafa ekki átt sæti á þingi nema í eitt kjörtímabil hefur pólitískur stíll Camerons, kímnigáfa, vitsmunir og framtíðarsýn aflað honum breiðs stuðnings í flokknum – sumir bera hann jafnvel saman við Tony Blair þegar hann hófst til forystu í Verkamannaflokknum. Mikið er í húfi fyrir flokkinn að takast í þetta sinn að velja mann til forystu sem hefur það til að bera sem þarf til að geta skákað Blair og væntanlegum arftaka hans, Gordon Brown, í næstu kosningum, sem væntanlega fara fram árið 2009. Cameron er álitinn miðjusækinn en Davis er fulltrúi hægriarmsins. Davis hefur lagt áherslu á lágskattastefnu í efnahagsmálum og stranga „laga-og-reglu"-stefnu. Í von um stuðning miðju-manna hefur hann hins vegar heitið því að hann myndi sem flokksleiðtogi færa stefnumið sín nær miðjunni. Davis er úr verkalýðsfjölskyldu en Cameron var í elítuheimavistarskólanum Eton. Á meðan Cameron hefur verið að auka fylgi sitt hefur Davis verið í kröggum frá því að hann flutti ræðu á flokksþingi fyrr í mánuðinum sem þótti valda vonbrigðum. Erlent Fréttir Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Fleiri fréttir Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Sjá meira
Breski Íhaldsflokkurinn fækkaði í gær keppinautunum um flokksleiðtogahlutverkið niður í tvo. Yngsti frambjóðandinn, David Cameron sem er 39 ára, hlaut afgerandi mestan stuðning í útsláttaratkvæðagreiðslu í þingflokknum. 90 þingmenn studdu hann og bar hann þar með afgerandi sigurorð af keppinautunum. Næstur honum kom David Davis með 57 atkvæði. Á næstu sex vikum munu hinir 300.000 skráðu meðlimir flokksins fá tækifæri til að gera upp á milli þeirra tveggja. Úrslitin verða kunn í byrjun desember. Í þessari umferð féll Liam Fox úr leik, en hann hlaut 51 atkvæði. Áður voru Malcolm Rifkind og Kenneth Clarke dottnir úr leik. „Ég vil vera málsvari breytinga, bjartsýni og vonar í þessu landi," sagði Cameron eftir að úrslitin voru ljós. Þrátt fyrir að hafa ekki átt sæti á þingi nema í eitt kjörtímabil hefur pólitískur stíll Camerons, kímnigáfa, vitsmunir og framtíðarsýn aflað honum breiðs stuðnings í flokknum – sumir bera hann jafnvel saman við Tony Blair þegar hann hófst til forystu í Verkamannaflokknum. Mikið er í húfi fyrir flokkinn að takast í þetta sinn að velja mann til forystu sem hefur það til að bera sem þarf til að geta skákað Blair og væntanlegum arftaka hans, Gordon Brown, í næstu kosningum, sem væntanlega fara fram árið 2009. Cameron er álitinn miðjusækinn en Davis er fulltrúi hægriarmsins. Davis hefur lagt áherslu á lágskattastefnu í efnahagsmálum og stranga „laga-og-reglu"-stefnu. Í von um stuðning miðju-manna hefur hann hins vegar heitið því að hann myndi sem flokksleiðtogi færa stefnumið sín nær miðjunni. Davis er úr verkalýðsfjölskyldu en Cameron var í elítuheimavistarskólanum Eton. Á meðan Cameron hefur verið að auka fylgi sitt hefur Davis verið í kröggum frá því að hann flutti ræðu á flokksþingi fyrr í mánuðinum sem þótti valda vonbrigðum.
Erlent Fréttir Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Fleiri fréttir Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Sjá meira