Sport

Martin Jol til Ajax?

Orðrómar eru á kreiki að forráðamenn Ajax renni hýru auga til Martin Jol, knattspyrnustjóra Tottenham, en Ronald Koeman sagði starfi sínu lausu hjá félaginu í síðustu viku eftir að Ajax datt úr UEFA Cup keppninni. Jol vildi ekki meina að neitt væri til í fréttunum og fullyrti að hann væri mjög ánægður hjá Tottenham. "Spurs er gott félag, hér er fólkið yndislegt og stuðningsmennirnir líka. Ég er mjög ánægður," sagði Jol.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×