Sport

Newcastle lagði Bolton

Newcastle vann 2-1 heimasigur á Bolton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og klifraði með sigrinum upp í 11. sæti deildarinnar. Lee Bowyer og Kieron Dyer skoruðu mörk heimamanna sem höfðu fyrir leikinn aðeins unnið tvo leiki í deildinni síðan í nóvember. Stelios Giannakopoulos skoraði mark Bolton sem hafði fyrir leikinn ekki tapað í síðustu 7 leikjum og er nú í 7. sæti með 40 stig, 28 stigum á eftir toppliði Chelsea. Hermann Hreiðarsson er að vanda í byrjunarliði Charlton sem er 0-1 yfir gegn Middlesbrough í hálfleik en leikurinn hófst kl. 15:00. Matthew Holland skoraði markið á 14. mínútu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×