Sport

Fella leikmenn sína á lyfjaprófi

Fyrrverandi stjórnarmaður í enska liðinu Leeds Utd, Chris Middleton, fullyrðir í blaðaviðtali að félagið, sem er skuldum vafið, ætlaði að losa sig við launahæstu leikmenn liðsins, m.a. með því að láta þá falla á lyfjaprófi. Ætlunin var að læða ólöglegum lyfjum í mat hjá Michael Duberry, leikmanni félagsins, og setja hann svo í lyfjapróf. Þá fullyrðir Middleton ásamt þremur nafnlausum vitnum að ætlunin var að senda slagsmálahunda á bar sem Gary Kelly, leikmaður liðsins, sækir mikið og fótbrjóta hann á báðum fótum. Auk þess var ætlunin að losa sig við tvo aðra leikmenn, Seth Johnson og Erik Bakke. Forráðamenn Leeds vísa þessum ásökunum á bug.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×