Erlent

Fuglaflensa í Finnlandi

Yfirvöld í Finnlandi tilkynntu um helgina að líklega hefði fundist fuglaflensusmit í mávi í bænum Oulu í norðurhluta landsins. Þrátt fyrir það er talið ólíklegt að vírusinn sem fannst sé af gerðinni H5N, sem er sá stofn sem leitt hefur sextíu manns til dauða í Asíu. Nýlegur fuglaflensufaraldur í austurhluta Rússlands hefur leitt ellefu þúsund fugla til dauða og 120 þúsund til viðbótar hefur verið slátrað. Tilkynning finnskra yfirvalda kom aðeins degi eftir að Sameinuðu þjóðirnar hvöttu aðildarlönd sín til að fylgjast vel með smiti í farfuglum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×