Klofin þjóð gengur að kjörborðinu 24. júní 2005 00:01 Síðari umferð írönsku forsetakosninganna var haldin í gær en þá kusu landsmenn á milli þeirra Hashemi Rafsanjani og Mamhoud Ahmadinejad. Kjörsókn var svo góð að kjörstaðir voru opnir langt fram á kvöld. Búist er við endanlegum úrslitum í dag. Enginn fékk hreinan meirihluta í fyrri umferð kosninganna sem haldin var 17. júní og því varð að kjósa aftur á milli þeirra sem flest atkvæði hlutu, Rafsanjani, sem gegndi forsetaembættinu á árunum 1989-97 og Ahmadinejad, borgarstjóra í Teheran og harðlínumanns. Rétt eins og í síðustu viku var kjörsókn svo góð að kjörstaðir voru hafðir opnir lengur en í fyrstu var áformað. Langar biðraðir mynduðust jafnt í fátækrahverfum höfuðborgarinnar svo og í ríkari borgarhlutum. Sú staðreynd að Rafsanjani og Ahmadinejad bitust um forsetaembættið endurspeglar klofning þjóðarinnar. Rafsanjani nýtur stuðnings frjálslyndra mennta- og viðskiptamanna sem vonast til að þeim umbótum sem Mohammad Khatami, fráfarandi forseti, barðist fyrir verði framhaldið. Ahmadinejad sækir hins vegar fylgi sitt til alþýðunnar sem telur sig hafa farið á mis við ávexti umbótanna og sé jafn fátækur nú sem endranær. Stuðningur við byltinguna á sínum tíma var einmitt mestur úr röðum almúgans og hann leggst gegn róttækum breytingum á hinni trúarlegu þjóðfélagsskipan. "Ég styð Ahmadinejad í Guðs nafni," sagði Masoud Memariam, ungur kjósandi í Teheran. "Þjóðinni verður steypt í glötun komist harðlínumenn til valda," sagði hins vegar Daryoush Hamadi, þrítugur stuðningsmaður Rafsanjani, á kjörstað í höfuðborginni. Ærinn starfi bíður nýs forseta landsins. Hann þarf í fyrsta lagi að huga að efnahagsumbótum því atvinnuleysi í Íran er umtalsvert, um þrjátíu prósent að því að talið er. Lýðræðisumbætur eru jafnframt nauðsynlegar í landinu þar sem öll raunveruleg völd hvíla í höndum klerkastjórnarinnar sem starfar í eigin umboði. Enn fremur bíða forsetans erfiðar samningaviðræður við Vesturlönd um kjarnorkumál. Íranar halda því fram að kjarnorkuáætlun þeirra feli eingöngu í sér þróun kjarnorku í friðsamlegum tilgangi en því eiga stjórnvöld á Vesturlöndum, sérstaklega í Washington bágt með að trúa. Úrslit kosninganna liggja fyrir í dag en síðustu spár bentu til þess að mjög mjótt yrði á mununum. Erlent Fréttir Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Síðari umferð írönsku forsetakosninganna var haldin í gær en þá kusu landsmenn á milli þeirra Hashemi Rafsanjani og Mamhoud Ahmadinejad. Kjörsókn var svo góð að kjörstaðir voru opnir langt fram á kvöld. Búist er við endanlegum úrslitum í dag. Enginn fékk hreinan meirihluta í fyrri umferð kosninganna sem haldin var 17. júní og því varð að kjósa aftur á milli þeirra sem flest atkvæði hlutu, Rafsanjani, sem gegndi forsetaembættinu á árunum 1989-97 og Ahmadinejad, borgarstjóra í Teheran og harðlínumanns. Rétt eins og í síðustu viku var kjörsókn svo góð að kjörstaðir voru hafðir opnir lengur en í fyrstu var áformað. Langar biðraðir mynduðust jafnt í fátækrahverfum höfuðborgarinnar svo og í ríkari borgarhlutum. Sú staðreynd að Rafsanjani og Ahmadinejad bitust um forsetaembættið endurspeglar klofning þjóðarinnar. Rafsanjani nýtur stuðnings frjálslyndra mennta- og viðskiptamanna sem vonast til að þeim umbótum sem Mohammad Khatami, fráfarandi forseti, barðist fyrir verði framhaldið. Ahmadinejad sækir hins vegar fylgi sitt til alþýðunnar sem telur sig hafa farið á mis við ávexti umbótanna og sé jafn fátækur nú sem endranær. Stuðningur við byltinguna á sínum tíma var einmitt mestur úr röðum almúgans og hann leggst gegn róttækum breytingum á hinni trúarlegu þjóðfélagsskipan. "Ég styð Ahmadinejad í Guðs nafni," sagði Masoud Memariam, ungur kjósandi í Teheran. "Þjóðinni verður steypt í glötun komist harðlínumenn til valda," sagði hins vegar Daryoush Hamadi, þrítugur stuðningsmaður Rafsanjani, á kjörstað í höfuðborginni. Ærinn starfi bíður nýs forseta landsins. Hann þarf í fyrsta lagi að huga að efnahagsumbótum því atvinnuleysi í Íran er umtalsvert, um þrjátíu prósent að því að talið er. Lýðræðisumbætur eru jafnframt nauðsynlegar í landinu þar sem öll raunveruleg völd hvíla í höndum klerkastjórnarinnar sem starfar í eigin umboði. Enn fremur bíða forsetans erfiðar samningaviðræður við Vesturlönd um kjarnorkumál. Íranar halda því fram að kjarnorkuáætlun þeirra feli eingöngu í sér þróun kjarnorku í friðsamlegum tilgangi en því eiga stjórnvöld á Vesturlöndum, sérstaklega í Washington bágt með að trúa. Úrslit kosninganna liggja fyrir í dag en síðustu spár bentu til þess að mjög mjótt yrði á mununum.
Erlent Fréttir Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira