Erlent

Boðið upp á hvalkjötsborgara

Japönsk skyndibitakeðja hefur ekki áhyggjur af því þótt Japanar séu harðlega gagnrýndir fyrir hvalveiðar og áform um að auka þær. Hefur skyndibitakeðjan, sem er á eynni Hokkaido, tekið upp á því að bjóða upp á hrefnukjötsborgara á 240 krónur og segja forsvarsmenn hennar að með þessari nýjung gefist tækifæri til að nýta hvalkjötsbirgðir landsmanna sem séu allverulegar. Framkvæmdastjóri veitingastaðarins segir viðbrögð almennings góð enda bragðist hvalborgarinn eins og blanda af nautakjöti og fiski.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×