Erlent

Flugvöllur lokaður vegna verkfalls

Flug til og frá flugvellinum í Bagdad í Írak liggur nú niðri eftir að verktakar á vegum bresks öryggisfyrirtækis fóru í verkfall um hádegisbil vegna deilna fyrirtækisins og Íraksstjórnar um greiðslur. Breskar fyrirtækið Global Risk Strategies hefur um 500 starfsmenn á flugvellinum sem ætlað er að gæta öryggis á flugvellinum. Þeir hafa nú allir lagt niður vinnu, að sögn breska fyrirtækisins vegna þess að Íraksstjórn hefur ekki staðið við gerða samninga. Allt farþegaflug liggur af þeim sökum niðri en Bandaríkjamenn hyggjast hins vegar senda hermenn á vettvang til þess að tryggja flutning á hergögnum. Innan Íraksstjórnar vísa menn hver á annan í málinu og því er ekki ljóst hvenær almennt flug hefst aftur, en flugfélögin Royal Jordanian og Iraqi Airways fljúga bæði daglega til og frá flugvellinum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×