Borgararéttur líklegur fyrir páska 18. mars 2005 00:01 Líkur eru til að Bobby Fischer verði kominn með íslenskan ríkisborgararrétt fyrir páska. Sendiherra Íslands í Japan fékk að heyra það frá fyrstu hendi hjá yfirmanni innflytjendaeftirlits Japans að Fischer fengi að koma hingað fengi hann íslenskt ríkisfang. Allsherjarnefnd var einróma í afstöðu sinni en formaður hennar, Bjarni Benediktsson, segir það fyrst í dag hafa verið endanlega staðfest af japönskum yfirvöldum að Fischer yrði látinn laus fengi hann íslenskan ríkisborgararétt. Bjarni segir að nokkur atriði hafi haft áhrif á að nefndin hafi komist að þessari niðurstöðu. Í fyrsta lagi hafi Fischer nokkuð rík tengsl við landið og í öðru lagi hafi stjórnvöld áður lýst yfir velvilja í garð hans og hafi viljað greiða fyrir för hans hingað, en þær aðgerðir sem stjórnvöld hafi gripið til hafi ekki dugað þegar á reyndi. Í þriðja lagi hafi það áhrif að Fischer losni úr haldi í þeirri stöðu sem hann sé í Japan, en hann eigi þar í deilum við japönsk stjórnvöld vegna þess að hann hafi verið með ógilt vegabréf. Þegar þetta hafi allt saman verið virt hafi allsherjarnefnd orðið einróma sammála um að mæla með því við þingið að Fischer yrði veitt íslenskt ríkisfang. Aðspurður hvenær hann eigi von á að þingið taki málið fyrir segir Bjarni að frumvarp um málið líti dagsins ljós á mánudag. Hann geri ráð fyrir því að það verði vilji fyrir því á þingi að flýta afgreiðslu þess svo því yrði lokið fyrir páska. Bjarni segir nefndina ekki hafa rætt um afstöðu Bandaríkjastjórnar til málsins enda hafi Fischer verið í haldi vegna þess að vegabréf hans var útrunnið. Það hefur hins vegar margoft komið fram að stjórnvöld í Bandaríkjunum telja Fischer þurfa að svara til saka heima fyrir. Mögulegt er að Bandaríkjamenn fari fram á framsal skákmeistarans eftir hann fær íslenskan ríkisborgararétt. Óljóst er hvernig mál fara þá. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Líkur eru til að Bobby Fischer verði kominn með íslenskan ríkisborgararrétt fyrir páska. Sendiherra Íslands í Japan fékk að heyra það frá fyrstu hendi hjá yfirmanni innflytjendaeftirlits Japans að Fischer fengi að koma hingað fengi hann íslenskt ríkisfang. Allsherjarnefnd var einróma í afstöðu sinni en formaður hennar, Bjarni Benediktsson, segir það fyrst í dag hafa verið endanlega staðfest af japönskum yfirvöldum að Fischer yrði látinn laus fengi hann íslenskan ríkisborgararétt. Bjarni segir að nokkur atriði hafi haft áhrif á að nefndin hafi komist að þessari niðurstöðu. Í fyrsta lagi hafi Fischer nokkuð rík tengsl við landið og í öðru lagi hafi stjórnvöld áður lýst yfir velvilja í garð hans og hafi viljað greiða fyrir för hans hingað, en þær aðgerðir sem stjórnvöld hafi gripið til hafi ekki dugað þegar á reyndi. Í þriðja lagi hafi það áhrif að Fischer losni úr haldi í þeirri stöðu sem hann sé í Japan, en hann eigi þar í deilum við japönsk stjórnvöld vegna þess að hann hafi verið með ógilt vegabréf. Þegar þetta hafi allt saman verið virt hafi allsherjarnefnd orðið einróma sammála um að mæla með því við þingið að Fischer yrði veitt íslenskt ríkisfang. Aðspurður hvenær hann eigi von á að þingið taki málið fyrir segir Bjarni að frumvarp um málið líti dagsins ljós á mánudag. Hann geri ráð fyrir því að það verði vilji fyrir því á þingi að flýta afgreiðslu þess svo því yrði lokið fyrir páska. Bjarni segir nefndina ekki hafa rætt um afstöðu Bandaríkjastjórnar til málsins enda hafi Fischer verið í haldi vegna þess að vegabréf hans var útrunnið. Það hefur hins vegar margoft komið fram að stjórnvöld í Bandaríkjunum telja Fischer þurfa að svara til saka heima fyrir. Mögulegt er að Bandaríkjamenn fari fram á framsal skákmeistarans eftir hann fær íslenskan ríkisborgararétt. Óljóst er hvernig mál fara þá.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira