Innlent

Aukning farþega um Leifsstöð

Rétt liðlega ein milljón farþega fór um Leifsstöð fyrstu sjö mánuði ársins, sem er aukning um tíu prósent frá sama tímabili í fyrra og er þetta mesti farþegafjöldi til þessa. Fjölgunin nam ellefu prósentum í júlí. Átta prósenta fjölgun var meðal farþega til og frá landinu og 26 prósenta fjölgun viðkomufarþega á leið yfir Noðrur Atlantshafið. Ekki kemur fram í tölum frá fugstöðinni hvernig fjölgunin skiptist á milli Íslendinga og útlendinga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×