Erlent

Níkaragvamenn óvelkomnir til BNA

Dagblað í Managua greindi frá því að Bandaríkin hefðu bannað 89 stjórnmálamönnum frá Níkaragva að koma til landsins á þeim forsendum að þeir væru spilltir og hefðu stutt við bakið á hryðjuverkamönnum. Sendiráð Bandaríkjanna í Níkaragva hvorki staðfestir né neitar fregnunum og sumir þeirra sem nefndir eru í þessu samhengi segjast ekki hafa fengið neina tilkynningu um bannið. Fyrir viku var bankastjóra frá Níkaragva neitað um vegabréfsáritun við komu sína til Miami án skýringa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×