Stimpilgjaldið áfram 4. maí 2005 00:01 Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, hefði haft góð orð um að frumvarp um afnám stimpilgjalds vegna skuldbreytinga yrði afgreitt fyrir þinglok. "Það er ljóst að formaður nefndarinnar hefur verið gerður afturreka í sínum eigin þingflokki. Þingræðið er ofurselt ráðherraræðinu í þessu máli sem öðrum," segir Jóhanna. Pétur Blöndal kveðst engu hafa lofað um málið þótt hann hafi viljað marka þá stefnu að skoða þingmannafrumvörp með velvilja í nefndinni. "Það er ljóst að ég mun hugsa mig tvisvar um ef ég sæti fyrir það ámæli af hálfu stjórnarandstæðinga," segir Pétur. Hann telur Jóhönnu hafa brotið trúnað varðandi umræður í efnahags- og viðskiptanefnd með ummælum sínum á Morgunvakt Ríkisútvarpsins í gærmorgun. Jóhanna biður Pétur um að finna þessu stað. Hún hafi hvergi talað um loforð heldur góðan vilja formannsins til að koma málinu áfram. "Ég hef aðeins brugðist við því sem Pétur hefur sagt í fjölmiðlum." Pétur segir stimpilgjaldið vitlausan skatt og óréttlátan. "Það sem mælir móti afnámi hans í einu lagi er að það er skylda ríkisvaldsins að gæta að ákveðnum stöðugleika. Þessar miklu uppgreiðslur, sérstaklega hjá Íbúðalánasjóði, fela í sér ákveðna hættu, bæði varðandi stöðu hans og stöðugleika en einnig gagnvart íbúðaverði. Það kann að hækka enn frekar með afnámi gjaldsins. Þannig að stimpilgjaldið hefur virkað sem ákveðin bremsa á þetta." Pétur segir að síðast en ekki síst sé nauðsynlegt að hafa stöðu ríkissjóðs í huga. "Þessu má ekki gleyma, sérstaklega þegar búið er að fella niður eignaskatt og lækka tekjuskatt og erfðaskatt. "Það stóð heldur ekki til af minni hálfu að gera þetta strax, heldur mögulega frá næstu áramótum og gera það þá í þrepum til þess að ógna ekki stöðugleika," segir Pétur Blöndal. Árlegar tekjur ríkissjóðs af stimpilgjaldinu nema um sex milljörðum króna. Frá september í fyrra fram í febrúar á þessu ári voru tekjur ríkissjóðs af stimpilgjöldum um 2,7 milljörðum meiri en á sama tímabili ári áður. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Fleiri fréttir Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, hefði haft góð orð um að frumvarp um afnám stimpilgjalds vegna skuldbreytinga yrði afgreitt fyrir þinglok. "Það er ljóst að formaður nefndarinnar hefur verið gerður afturreka í sínum eigin þingflokki. Þingræðið er ofurselt ráðherraræðinu í þessu máli sem öðrum," segir Jóhanna. Pétur Blöndal kveðst engu hafa lofað um málið þótt hann hafi viljað marka þá stefnu að skoða þingmannafrumvörp með velvilja í nefndinni. "Það er ljóst að ég mun hugsa mig tvisvar um ef ég sæti fyrir það ámæli af hálfu stjórnarandstæðinga," segir Pétur. Hann telur Jóhönnu hafa brotið trúnað varðandi umræður í efnahags- og viðskiptanefnd með ummælum sínum á Morgunvakt Ríkisútvarpsins í gærmorgun. Jóhanna biður Pétur um að finna þessu stað. Hún hafi hvergi talað um loforð heldur góðan vilja formannsins til að koma málinu áfram. "Ég hef aðeins brugðist við því sem Pétur hefur sagt í fjölmiðlum." Pétur segir stimpilgjaldið vitlausan skatt og óréttlátan. "Það sem mælir móti afnámi hans í einu lagi er að það er skylda ríkisvaldsins að gæta að ákveðnum stöðugleika. Þessar miklu uppgreiðslur, sérstaklega hjá Íbúðalánasjóði, fela í sér ákveðna hættu, bæði varðandi stöðu hans og stöðugleika en einnig gagnvart íbúðaverði. Það kann að hækka enn frekar með afnámi gjaldsins. Þannig að stimpilgjaldið hefur virkað sem ákveðin bremsa á þetta." Pétur segir að síðast en ekki síst sé nauðsynlegt að hafa stöðu ríkissjóðs í huga. "Þessu má ekki gleyma, sérstaklega þegar búið er að fella niður eignaskatt og lækka tekjuskatt og erfðaskatt. "Það stóð heldur ekki til af minni hálfu að gera þetta strax, heldur mögulega frá næstu áramótum og gera það þá í þrepum til þess að ógna ekki stöðugleika," segir Pétur Blöndal. Árlegar tekjur ríkissjóðs af stimpilgjaldinu nema um sex milljörðum króna. Frá september í fyrra fram í febrúar á þessu ári voru tekjur ríkissjóðs af stimpilgjöldum um 2,7 milljörðum meiri en á sama tímabili ári áður.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Fleiri fréttir Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Sjá meira