Erlent

Leggur áherslu á skaparahlutverkið

George W. Bush Bandaríkjaforseti lét þá skoðun sína í ljós í viðtali við dagblað frá Texas að í stað þess að kenna skólabörnum þróunarkenningu Darwins væri heppilegra að kenna þeim svonefnda heimshönnuðarkenningu (e. intelligent design). Formælendur kenningarinnar telja að lífverur jarðarinnar séu of margbrotnar til að hægt sé að útskýra eðli þeirra með þróunarkenningunni. Einhvers konar skapari hljóti að hafa komið sköpunarverkinu af stað. Gagnrýnendur forsetans telja málið sýna að kristnum heittrúarmönnum vaxi stöðugt fiskur um hrygg í bandarísku stjórnmálalífi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×