Erlent

Auðgun íransks úrans hafin

Íranar rufu í gær innsigli Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar IAEA í kjarnorkuverinu í Isfahan og því er ekkert því til fyrirstöðu að þeir geti hafið auðgun úrans. Starfsmenn IAEA fylgdust með þegar innsiglin voru rofin en Íranar heimiluðu uppsetningu þeirra á sínum tíma og telja því að þeir geti rofið þau þegar þeim sýnist. Í verinu er þó ennþá eftirlitsbúnaður stofnunarinnar. Stjórn IAEA hefur fundað undanfarna daga um málið. Stofnunin getur kært Írana til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem getur þá beitt ríkið viðskiptaþvingunum. Fátt bendir hins vegar til að það verði gert að sinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×