Erlent

Aftur verði ráðist á Lundúnir

Hryðjuverk í fjármálahverfi Lundúna er einungis tímaspursmál, að mati James Hart, sem stýrir lögreglunni þar. Hann fullyrðir að hryðjuverkamenn hafi kynnt sér aðstæður með áherslu á frægar byggingar, stórfyrirtæki og merka staði á svæðinu. Tilgangurinn væri að vekja sem mesta athygli, valda sem mestum skaða og sem mestu mannfalli. Hart telur að aðeins um helmingur fyrirtækjanna í fjármálahverfinu sé undir hryðjuverkaárás búinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×