Erlent

Kínverjar einrækta svín

Kínverjar hafa klónað sitt fyrsta svín. Svínið fæddist síðastliðinn föstudag í borginni Sanhe og vó það 1,1 kíló. Segjast vísindamennn þar í landi afar ánægðir með hvernig til tókst. Alls voru þrjú svín klónuð en aðeins eitt lifði. Kínverjar eru sjöunda þjóðin sem klónar svín en Bretar, Japanar, Bandaríkjamenn, Ástralir, Suður-Kóreumenn og Þjóðverjar hafa einnig gert það. Þetta er þó ekki frumraun Kínverja í klónun því á síðasta ári klónuðu þeir eina kú.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×