Erlent

Látinn á heimili sínu í níu mánuði

72 ára karlmaður fannst látinn í íbúð sinni í Osló í gær og telur lögreglann að hann hafi látist fyrir um það bil níu mánuðum. Það var tryggingastofnunin í Osló sem lét lögregluna vita að maðurinn hefði ekki sótt tryggingabætur sínar í níu mánuði. Þegar lögreglan fór inn í íbúðina lá opið dagblað frá 9. október á eldhússborði mannsins. Stutt er síðan að 86 ára kona fannst látin í íbúð sinni í Olsó eftir að hafa legið þar í sjö mánuði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×