Náðu ekki saman um stjórnarskrá 15. ágúst 2005 00:01 Írökum mistókst að semja texta stjórnarskrár sinnar fyrir 15. ágúst eins og þeir höfðu einsett sér. Þeir ætla að reyna til þrautar að ná samkomulagi fyrir 22. ágúst. Á miðnætti rann út fresturinn til að semja stjórnarskrá án þess að sátt næðist um inntak hennar. Íraksþing kom saman seint í gærkvöld, eftir að fundi þess hafði verið frestað fyrr um daginn, og ákvað að veita leiðtogum sjía, súnnía og Kúrda vikufrest til viðbótar. Leiðtogarnir höfðu raunar náð bráðabirgðasamkomulagi um nokkur mikilvæg atriði í gær, til dæmis hvernig tekjum af olíusölu yrði ráðstafað og hvert nafn landsins yrði. Eins og margir höfðu spáð fyrir um tókst hins vegar ekki að leysa ágreining um hvort skipta ætti Írak upp í sambandsríki, stöðu kvenna, hlutverk íslams og hvort Kúrdar ættu að fá enn meira sjálfstæði. Þeir höfðu lagt til að Kúrdistan yrði hluti af Írak næstu átta árin en þá yrði staða héraðsins endurskoðuð. Þessu lögðust hins vegar sjíar og sérstaklega súnníar gegn. Atburðarás síðustu daga þykir sýna að öll þjóðarbrotin í Írak vilja raunverulega ná sem víðtækastri sátt um stjórnskipun landsins. Hins vegar sýnir hún jafnframt að enn ríkir sundrung á meðal þjóðarinnar um hvernig haga beri stjórn Íraks í framtíðinni. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Írökum mistókst að semja texta stjórnarskrár sinnar fyrir 15. ágúst eins og þeir höfðu einsett sér. Þeir ætla að reyna til þrautar að ná samkomulagi fyrir 22. ágúst. Á miðnætti rann út fresturinn til að semja stjórnarskrá án þess að sátt næðist um inntak hennar. Íraksþing kom saman seint í gærkvöld, eftir að fundi þess hafði verið frestað fyrr um daginn, og ákvað að veita leiðtogum sjía, súnnía og Kúrda vikufrest til viðbótar. Leiðtogarnir höfðu raunar náð bráðabirgðasamkomulagi um nokkur mikilvæg atriði í gær, til dæmis hvernig tekjum af olíusölu yrði ráðstafað og hvert nafn landsins yrði. Eins og margir höfðu spáð fyrir um tókst hins vegar ekki að leysa ágreining um hvort skipta ætti Írak upp í sambandsríki, stöðu kvenna, hlutverk íslams og hvort Kúrdar ættu að fá enn meira sjálfstæði. Þeir höfðu lagt til að Kúrdistan yrði hluti af Írak næstu átta árin en þá yrði staða héraðsins endurskoðuð. Þessu lögðust hins vegar sjíar og sérstaklega súnníar gegn. Atburðarás síðustu daga þykir sýna að öll þjóðarbrotin í Írak vilja raunverulega ná sem víðtækastri sátt um stjórnskipun landsins. Hins vegar sýnir hún jafnframt að enn ríkir sundrung á meðal þjóðarinnar um hvernig haga beri stjórn Íraks í framtíðinni.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira