Gæði íslenskra háskóla séu misjöfn 15. ágúst 2005 00:01 Gæði íslenskra háskóla eru misjöfn og eftirlitshlutverk menntamálaráðuneytisins er svo almenns eðlis að það hefur engar afleiðingar fyrir skólana, segir Rúnar Vilhjálmsson, prófessor við Háskóla Íslands. Hann segir niðurstöður rannsókna sinna á gæðavanda háskólastigsins standa þótt menntamálaráðherra sé ósammála honum. Rúnar Vilhjálmsson prófessor birti grein í síðustu viku um gæðavanda íslenskra háskóla og sagði þar meðal annars að gæðamat og gæðaetirlit með starfsemi íslenskra háskóla af hálfu menntamálaráðuneytisins væri stopult, illa samræmt og áhrifalítið. Einnig sagði hann að engin heildstæð viðmið væru til um það hvaða faglegar kröfur stofnun þarf að uppfylla til að fá viðurkenningu sem háskóli. Þessu hafnaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra í Íslandi í dag fyrir helgi. Hún sagði þá að Rúnar færi með fleipur því öll þau viðmið sem ráðuneytið setti fram væru alþjóðleg. Það hefði kannski farið hljótt en ráðuneytið væri með kröfur um innra eftirlit meðal háskólanna og sömuleiðis ytra eftirlit. Rúnar segir hins vegar að ekkert sem fram komi í grein hans hafi breyst. Hann fagni umræðu ráðherra um það að mikilvægt sé að háskólar á Íslandi uppfylli alþjóðleg viðmið. Samanburður hans á háskólunum sýni hins vegar mikinn mun á gæðum þeirra og hann sýni líka að eftirlitshlutverk menntamálaráðuneytisins sé almenns eðlis og hafi í raun ekki afleiðingar fyrir skólana. Rúnar þvertekur fyrir að greinin sé skrifuð sem bitur vörn fyrir hönd Háskóla Íslands vegna vinsælda og velgengni einkaskólanna. Það sé einfaldlega mikilvægt að skilgreina ólík hlutverk háskólanna. En setjum okkur í spor nýútskrifaðs stúdents sem er að velja sér háskóla. Er vandamálið það að skólarnir eru mjög misgóðir og við vitum það ekki eða bara það að óháð mat á gæðum er ekki fyrir hendi en skólarnir geta allir verið prýðilegir? Rúnar segir að ef val stúdenta eigi að hafa eitthvað með gæði að gera þá verði þeir að hafa til þess upplýsingar en þær samræmdu upplýsingar skorti. Nemendur gangi því að því með óljósum huga hver raunveruleg gæði kennslunnar séu í einstökum námsleiðum og þeir hafi nánast engar upplýsingar um rannsóknirnar sem stundaðar séu í skólanum. Þess má geta að nefnd um endurskoðun laga um háskóla er að störfum og samráðsnefnd háskóla hefur lagt til að komið verði á fót einhvers konar matsstofnun. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Gæði íslenskra háskóla eru misjöfn og eftirlitshlutverk menntamálaráðuneytisins er svo almenns eðlis að það hefur engar afleiðingar fyrir skólana, segir Rúnar Vilhjálmsson, prófessor við Háskóla Íslands. Hann segir niðurstöður rannsókna sinna á gæðavanda háskólastigsins standa þótt menntamálaráðherra sé ósammála honum. Rúnar Vilhjálmsson prófessor birti grein í síðustu viku um gæðavanda íslenskra háskóla og sagði þar meðal annars að gæðamat og gæðaetirlit með starfsemi íslenskra háskóla af hálfu menntamálaráðuneytisins væri stopult, illa samræmt og áhrifalítið. Einnig sagði hann að engin heildstæð viðmið væru til um það hvaða faglegar kröfur stofnun þarf að uppfylla til að fá viðurkenningu sem háskóli. Þessu hafnaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra í Íslandi í dag fyrir helgi. Hún sagði þá að Rúnar færi með fleipur því öll þau viðmið sem ráðuneytið setti fram væru alþjóðleg. Það hefði kannski farið hljótt en ráðuneytið væri með kröfur um innra eftirlit meðal háskólanna og sömuleiðis ytra eftirlit. Rúnar segir hins vegar að ekkert sem fram komi í grein hans hafi breyst. Hann fagni umræðu ráðherra um það að mikilvægt sé að háskólar á Íslandi uppfylli alþjóðleg viðmið. Samanburður hans á háskólunum sýni hins vegar mikinn mun á gæðum þeirra og hann sýni líka að eftirlitshlutverk menntamálaráðuneytisins sé almenns eðlis og hafi í raun ekki afleiðingar fyrir skólana. Rúnar þvertekur fyrir að greinin sé skrifuð sem bitur vörn fyrir hönd Háskóla Íslands vegna vinsælda og velgengni einkaskólanna. Það sé einfaldlega mikilvægt að skilgreina ólík hlutverk háskólanna. En setjum okkur í spor nýútskrifaðs stúdents sem er að velja sér háskóla. Er vandamálið það að skólarnir eru mjög misgóðir og við vitum það ekki eða bara það að óháð mat á gæðum er ekki fyrir hendi en skólarnir geta allir verið prýðilegir? Rúnar segir að ef val stúdenta eigi að hafa eitthvað með gæði að gera þá verði þeir að hafa til þess upplýsingar en þær samræmdu upplýsingar skorti. Nemendur gangi því að því með óljósum huga hver raunveruleg gæði kennslunnar séu í einstökum námsleiðum og þeir hafi nánast engar upplýsingar um rannsóknirnar sem stundaðar séu í skólanum. Þess má geta að nefnd um endurskoðun laga um háskóla er að störfum og samráðsnefnd háskóla hefur lagt til að komið verði á fót einhvers konar matsstofnun.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira