Gæði íslenskra háskóla séu misjöfn 15. ágúst 2005 00:01 Gæði íslenskra háskóla eru misjöfn og eftirlitshlutverk menntamálaráðuneytisins er svo almenns eðlis að það hefur engar afleiðingar fyrir skólana, segir Rúnar Vilhjálmsson, prófessor við Háskóla Íslands. Hann segir niðurstöður rannsókna sinna á gæðavanda háskólastigsins standa þótt menntamálaráðherra sé ósammála honum. Rúnar Vilhjálmsson prófessor birti grein í síðustu viku um gæðavanda íslenskra háskóla og sagði þar meðal annars að gæðamat og gæðaetirlit með starfsemi íslenskra háskóla af hálfu menntamálaráðuneytisins væri stopult, illa samræmt og áhrifalítið. Einnig sagði hann að engin heildstæð viðmið væru til um það hvaða faglegar kröfur stofnun þarf að uppfylla til að fá viðurkenningu sem háskóli. Þessu hafnaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra í Íslandi í dag fyrir helgi. Hún sagði þá að Rúnar færi með fleipur því öll þau viðmið sem ráðuneytið setti fram væru alþjóðleg. Það hefði kannski farið hljótt en ráðuneytið væri með kröfur um innra eftirlit meðal háskólanna og sömuleiðis ytra eftirlit. Rúnar segir hins vegar að ekkert sem fram komi í grein hans hafi breyst. Hann fagni umræðu ráðherra um það að mikilvægt sé að háskólar á Íslandi uppfylli alþjóðleg viðmið. Samanburður hans á háskólunum sýni hins vegar mikinn mun á gæðum þeirra og hann sýni líka að eftirlitshlutverk menntamálaráðuneytisins sé almenns eðlis og hafi í raun ekki afleiðingar fyrir skólana. Rúnar þvertekur fyrir að greinin sé skrifuð sem bitur vörn fyrir hönd Háskóla Íslands vegna vinsælda og velgengni einkaskólanna. Það sé einfaldlega mikilvægt að skilgreina ólík hlutverk háskólanna. En setjum okkur í spor nýútskrifaðs stúdents sem er að velja sér háskóla. Er vandamálið það að skólarnir eru mjög misgóðir og við vitum það ekki eða bara það að óháð mat á gæðum er ekki fyrir hendi en skólarnir geta allir verið prýðilegir? Rúnar segir að ef val stúdenta eigi að hafa eitthvað með gæði að gera þá verði þeir að hafa til þess upplýsingar en þær samræmdu upplýsingar skorti. Nemendur gangi því að því með óljósum huga hver raunveruleg gæði kennslunnar séu í einstökum námsleiðum og þeir hafi nánast engar upplýsingar um rannsóknirnar sem stundaðar séu í skólanum. Þess má geta að nefnd um endurskoðun laga um háskóla er að störfum og samráðsnefnd háskóla hefur lagt til að komið verði á fót einhvers konar matsstofnun. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fleiri fréttir Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Sjá meira
Gæði íslenskra háskóla eru misjöfn og eftirlitshlutverk menntamálaráðuneytisins er svo almenns eðlis að það hefur engar afleiðingar fyrir skólana, segir Rúnar Vilhjálmsson, prófessor við Háskóla Íslands. Hann segir niðurstöður rannsókna sinna á gæðavanda háskólastigsins standa þótt menntamálaráðherra sé ósammála honum. Rúnar Vilhjálmsson prófessor birti grein í síðustu viku um gæðavanda íslenskra háskóla og sagði þar meðal annars að gæðamat og gæðaetirlit með starfsemi íslenskra háskóla af hálfu menntamálaráðuneytisins væri stopult, illa samræmt og áhrifalítið. Einnig sagði hann að engin heildstæð viðmið væru til um það hvaða faglegar kröfur stofnun þarf að uppfylla til að fá viðurkenningu sem háskóli. Þessu hafnaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra í Íslandi í dag fyrir helgi. Hún sagði þá að Rúnar færi með fleipur því öll þau viðmið sem ráðuneytið setti fram væru alþjóðleg. Það hefði kannski farið hljótt en ráðuneytið væri með kröfur um innra eftirlit meðal háskólanna og sömuleiðis ytra eftirlit. Rúnar segir hins vegar að ekkert sem fram komi í grein hans hafi breyst. Hann fagni umræðu ráðherra um það að mikilvægt sé að háskólar á Íslandi uppfylli alþjóðleg viðmið. Samanburður hans á háskólunum sýni hins vegar mikinn mun á gæðum þeirra og hann sýni líka að eftirlitshlutverk menntamálaráðuneytisins sé almenns eðlis og hafi í raun ekki afleiðingar fyrir skólana. Rúnar þvertekur fyrir að greinin sé skrifuð sem bitur vörn fyrir hönd Háskóla Íslands vegna vinsælda og velgengni einkaskólanna. Það sé einfaldlega mikilvægt að skilgreina ólík hlutverk háskólanna. En setjum okkur í spor nýútskrifaðs stúdents sem er að velja sér háskóla. Er vandamálið það að skólarnir eru mjög misgóðir og við vitum það ekki eða bara það að óháð mat á gæðum er ekki fyrir hendi en skólarnir geta allir verið prýðilegir? Rúnar segir að ef val stúdenta eigi að hafa eitthvað með gæði að gera þá verði þeir að hafa til þess upplýsingar en þær samræmdu upplýsingar skorti. Nemendur gangi því að því með óljósum huga hver raunveruleg gæði kennslunnar séu í einstökum námsleiðum og þeir hafi nánast engar upplýsingar um rannsóknirnar sem stundaðar séu í skólanum. Þess má geta að nefnd um endurskoðun laga um háskóla er að störfum og samráðsnefnd háskóla hefur lagt til að komið verði á fót einhvers konar matsstofnun.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fleiri fréttir Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Sjá meira