Óákveðinn varðandi einhleypar 15. ágúst 2005 00:01 Félagsmálaráðherra segist ekki hafa myndað sér endanlega skoðun á því hvort einhleypar konur eigi að fá að fara í tæknifrjóvgun hérlendis, en það sé eðlilegt að ræða það mál, þar sem einhleypir geti nú ættleitt börn. Hann leggur höfuðáherslu á rétt lesbískra para til að gangast undir slíka meðferð. Árni Magnússon félagsmálaráðherra lýsti því yfir á Hinsegin dögum að hann styddi þá lagabreytingu að samkynhneigðar konur fengju einnig að fara í tæknifrjóvgun hérlendis. Hingað til hafa lesbísk pör leitað til útlanda til þess. En hvað þá með einhleypar konur? Tólf þúsund einstæðir foreldrar eru á landinu, en það eru um sextán prósent Íslendinga eldri en átján ára. Einhleypu fólki er í undantekningartilfellum leyft að ættleiða börn, hingað til hafa þó aðeins einhleypar konur fengið börn að utan, einkum frá Kína. Sem stendur er fyrsti hluti þriðju greinar laga um tæknifrjóvgun svohljóðandi: „Tæknifrjóvgun má því aðeins framkvæma að konan, sem undirgengst aðgerðina, sé samvistum við karlmann, í hjúskap eða óvígðri sambúð, sem staðið hafa samfellt í þrjú ár hið skemmsta og að þau hafi bæði samþykkt aðgerðina skriflega og við votta.“ Spurningin er því hvort ef til vill sé kominn tími til að hætta að setja einhverja skilgreiningu fyrir aftan orðið „konan" í lögunum og leyfa öllum konum á barneignaraldri að gangast undir slíka meðferð að því gefnu að þær uppfylli öll önnur skilyrði um heilsufar og þess háttar. Árni segir að það sem honum finnist liggja mest á og hann hafi dregið fram á Hinsegin dögum sé að jafna aðstöðu samkynhneigðra og gagnkynhneigðra. Þegar fólk sé á annað borð í sambúð eigi ekki að skipta máli hvort um samkynhneigð eða gagnkynhneigð sé að ræða þegar rætt sé um ættleiðingu eða tæknifrjóvgun. Árni segir að sambúðarformin hér á landi séu fjölbreytt og kannski fjölbreyttari og viðurkenndari en víða í nágrannalöndunum og það séu mörg dæmi þess að bæði einstæðir feður og einstæðar mæður hafi náð prýðisgóðum árangri í uppeldi barna sinna. Hann telji því eðlilegt að þessi mál séu rædd. Hann hafi ekki myndað sér endanlega skoðun á málinu sjálfur en ítreki að eðlilegt sé að farið sé ofan í saumana á því. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Sjá meira
Félagsmálaráðherra segist ekki hafa myndað sér endanlega skoðun á því hvort einhleypar konur eigi að fá að fara í tæknifrjóvgun hérlendis, en það sé eðlilegt að ræða það mál, þar sem einhleypir geti nú ættleitt börn. Hann leggur höfuðáherslu á rétt lesbískra para til að gangast undir slíka meðferð. Árni Magnússon félagsmálaráðherra lýsti því yfir á Hinsegin dögum að hann styddi þá lagabreytingu að samkynhneigðar konur fengju einnig að fara í tæknifrjóvgun hérlendis. Hingað til hafa lesbísk pör leitað til útlanda til þess. En hvað þá með einhleypar konur? Tólf þúsund einstæðir foreldrar eru á landinu, en það eru um sextán prósent Íslendinga eldri en átján ára. Einhleypu fólki er í undantekningartilfellum leyft að ættleiða börn, hingað til hafa þó aðeins einhleypar konur fengið börn að utan, einkum frá Kína. Sem stendur er fyrsti hluti þriðju greinar laga um tæknifrjóvgun svohljóðandi: „Tæknifrjóvgun má því aðeins framkvæma að konan, sem undirgengst aðgerðina, sé samvistum við karlmann, í hjúskap eða óvígðri sambúð, sem staðið hafa samfellt í þrjú ár hið skemmsta og að þau hafi bæði samþykkt aðgerðina skriflega og við votta.“ Spurningin er því hvort ef til vill sé kominn tími til að hætta að setja einhverja skilgreiningu fyrir aftan orðið „konan" í lögunum og leyfa öllum konum á barneignaraldri að gangast undir slíka meðferð að því gefnu að þær uppfylli öll önnur skilyrði um heilsufar og þess háttar. Árni segir að það sem honum finnist liggja mest á og hann hafi dregið fram á Hinsegin dögum sé að jafna aðstöðu samkynhneigðra og gagnkynhneigðra. Þegar fólk sé á annað borð í sambúð eigi ekki að skipta máli hvort um samkynhneigð eða gagnkynhneigð sé að ræða þegar rætt sé um ættleiðingu eða tæknifrjóvgun. Árni segir að sambúðarformin hér á landi séu fjölbreytt og kannski fjölbreyttari og viðurkenndari en víða í nágrannalöndunum og það séu mörg dæmi þess að bæði einstæðir feður og einstæðar mæður hafi náð prýðisgóðum árangri í uppeldi barna sinna. Hann telji því eðlilegt að þessi mál séu rædd. Hann hafi ekki myndað sér endanlega skoðun á málinu sjálfur en ítreki að eðlilegt sé að farið sé ofan í saumana á því.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Sjá meira