Innlent

Undirbúningur málsóknar hafinn

Starf við undirbúning málsóknar gegn sjávarútvegsráðherra vegna úthlutunar byggðakvóta er hafið að sögn Magnúsar Kristinssonar, útgerðarmanns í Vestmannaeyjum. Magnús segir mikla vinnu fólgna í því að taka saman gögn vegna málsins og gæti sú vinna tekið nokkrar vikur. Magnús segir hins vegar alveg ljóst að farið verði í að höfða mál, hvort sem hann verði sjálfur í forsvari eða einhver annar. "Við verðum að fá úr því skorið hvort þetta stenst lög," segir Magnús.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×