Innlent

Leiðbeinandi hraði á hringveginum

Skilti sem sýna leiðbeinandi hraða hverju sinni eru komin upp á hringveginum. Sett verða upp fleiri skilti næsta sumar en til stendur að koma upp slíkum skiltum á stofnvegum að sögn Gunnar Gunnarssonar aðstoðarvegamálastjóra. Ágúst Mogensen, forstjóri Rannsóknarnefndar umferðarslysa, telur víst að leiðbeinandi hraðinn hafi áhrif á ökumenn. "Erlendir ferðamenn eru meðal þeirra sem græða mjög mikið á þessu," segir Ágúst. "Íslendingar eru margir hverjir vanir að aka um landið og þekkja þá oft beygjur og hættulega staði. Erlendu ferðamennirnir eru hér oft ókunnir."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×