Lambakjötið í langþráðu jafnvægi 12. september 2005 00:01 Lambakjötsfjallinu hefur verið útrýmt og því ný staða komin upp fyrir sauðfjárbændur, sem hingað til hafa á haustin þurft að keppa við eldra kjöt frá fyrri sláturtíð. Nokkuð hefur verið rætt um betri kjör sem bændum standa til boða hjá sláturhúsum og kjötvinnslum landsins og jafnvel talað um að bændur hafi fengið staðgreidd lömb af fjalli, en það þykir fáheyrt. Þá var undir sumarlok jafnvel látið að því liggja að yfirvofandi væri kjötskortur í landinu. "Kjötskorturinn er nú orðum aukinn," segir Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda og Markaðsráðs kindakjöts. "Sláturtíðin er hafin þannig að nýtt kjöt er komið á markað og enginn kjötskortur. Staðan er þannig núna og frábrugðin því sem við höfum átt að venjast síðust áratugi að við liggjum ekki með byrgðir af eldra kjöti í upphafi sláturtíðar." Hann segir vart hafa verið við smátitring í sumar vegna þess að sala á lambakjöti hafði verið mjög góð og fyrirséð að mjög lítið, eða jafnvel ekkert, kjöt til í upphafi sláturtíðar. "En þetta small nú allt saman sem er hið allra besta mál. Það getur eiginlega ekki verið meira jafnvægi á markaðnum, 2004 kjötið er búið og nýtt kjöt að flæða inn á markaðinn." Þá segir Özur að sauðfjárbændur hafi fengið ákveðna leiðréttingu á sínum kjörum núna í haust. "Sláturleyfishafar sáu sér fært að hækka skilaverð til bænda núna. Staðan er betri á öllum vígstöðvum," segir hann en hækkunin á dilkakjöti til bænda nemur 11 prósentum. "Þetta er ágætt, en auðvitað verður samt að taka mið af því að 11 prósent ofan á lítið er ekki mikill tala, því þeir voru náttúrlega ekki að fá miklar upphæðir fyrir. Samt sem áður er þetta í rétta átt og miklu jákvæðari andi yfir bændum núna en verið hefur um langt skeið. Horfurnar eru betri." Özur segir heldur hafa fækkað í sauðfjárstofninum á þessu ári vegna mikils riðuniðurskurðar í Árnessýslu. "Einhverjir bændur setja væntanlega meira á, en við vitum ekki til þess að það sé nein stórkostleg aukning samt. " Hann segir þó ákveðna umræðu hafa verið um það meðal bænda að auka þyrfti framleiðsluna. "Bæði er það vegna aukinnar neyslu, orðinnar fækkunar og svo hafa margir verið að bregða búi," segir hann, en áréttar að fara þurfi varlega í alla aukningu. "Það má ekki verða nein sprengja. Við erum í góðu jafnvægi og viljum halda því." Jóhannes Sveinbjörnsson, sauðfjárbjóndi á Heiðarbæ í Þingvallasveit og formaður Félags sauðfjárbænda í Árnessýslu, játar því að heldur bjartara sé yfir sauðfjárbændum en oft áður. "Síðustu ár hefur pressan á verð verið niður á við fremur en hitt og við í fyrsta skipti núna í þeirri stöðu að eftirspurn er meiri en framboðið," segir hann og fagnar því að menn skuli vera lausir við að hafa birgðir af kjöti að hausti. "Hingað til höfum við ekki verið í neinni aðstöðu til að halda verðinu í takt við almenna verðþróun í landinu og höfum dregist aftur úr." Hann segir bændur alveg hafa viljað sjá veglegri hækkun á skilaverði til sín en ákveðin hefur verið. "Það myndi ekki veita af meiri hækkun, en svo er heldur ekki gott að hækka of mikið. Við viljum ekki fá það í bakið í minnkaðri sölu. Þetta snýst um að selja ákveðið magn á ásættanlegu verði." Jóhannes segir það ákvörðun hvers og eins bónda hvort hann eykur framleiðslu sína. "Samt er það þannig með sauðfé að það tekur dálítinn tíma að auka framleiðsluna. Eitt til tvö ár þarf til að ala upp þann grip sem maður ætlar að setja í framleiðslu. Maður setur á lamb að hausti og það lamb skilar ekki fullum afurðum fyrr en eftir eitt og hálft ár. Þetta er til dæmis mun lengri tími en í kjúklingarækt þar sem framleiðsluferillinn er sex vikur." Hann segir bændur frekar vilja selja hóflegt magn af lambakjöti á sanngjörnu verði, en mikið magn á lágu verði. "Ég sé ekki fyrir mér stórfellda framleiðsluaukningu þó að einstakir bændu komi sjálfsagt til með að fjölga eitthvað, þeir sem hafa aðstöðu til þess. Svo er það nú bara þannig að aldurinn á bændastéttinni er orðinn frekar hár þannig að maður veit ekki hvernig verður með endurnýjun í stéttinni." Fréttir Innlent Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Erlent Fleiri fréttir Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Sjá meira
Lambakjötsfjallinu hefur verið útrýmt og því ný staða komin upp fyrir sauðfjárbændur, sem hingað til hafa á haustin þurft að keppa við eldra kjöt frá fyrri sláturtíð. Nokkuð hefur verið rætt um betri kjör sem bændum standa til boða hjá sláturhúsum og kjötvinnslum landsins og jafnvel talað um að bændur hafi fengið staðgreidd lömb af fjalli, en það þykir fáheyrt. Þá var undir sumarlok jafnvel látið að því liggja að yfirvofandi væri kjötskortur í landinu. "Kjötskorturinn er nú orðum aukinn," segir Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda og Markaðsráðs kindakjöts. "Sláturtíðin er hafin þannig að nýtt kjöt er komið á markað og enginn kjötskortur. Staðan er þannig núna og frábrugðin því sem við höfum átt að venjast síðust áratugi að við liggjum ekki með byrgðir af eldra kjöti í upphafi sláturtíðar." Hann segir vart hafa verið við smátitring í sumar vegna þess að sala á lambakjöti hafði verið mjög góð og fyrirséð að mjög lítið, eða jafnvel ekkert, kjöt til í upphafi sláturtíðar. "En þetta small nú allt saman sem er hið allra besta mál. Það getur eiginlega ekki verið meira jafnvægi á markaðnum, 2004 kjötið er búið og nýtt kjöt að flæða inn á markaðinn." Þá segir Özur að sauðfjárbændur hafi fengið ákveðna leiðréttingu á sínum kjörum núna í haust. "Sláturleyfishafar sáu sér fært að hækka skilaverð til bænda núna. Staðan er betri á öllum vígstöðvum," segir hann en hækkunin á dilkakjöti til bænda nemur 11 prósentum. "Þetta er ágætt, en auðvitað verður samt að taka mið af því að 11 prósent ofan á lítið er ekki mikill tala, því þeir voru náttúrlega ekki að fá miklar upphæðir fyrir. Samt sem áður er þetta í rétta átt og miklu jákvæðari andi yfir bændum núna en verið hefur um langt skeið. Horfurnar eru betri." Özur segir heldur hafa fækkað í sauðfjárstofninum á þessu ári vegna mikils riðuniðurskurðar í Árnessýslu. "Einhverjir bændur setja væntanlega meira á, en við vitum ekki til þess að það sé nein stórkostleg aukning samt. " Hann segir þó ákveðna umræðu hafa verið um það meðal bænda að auka þyrfti framleiðsluna. "Bæði er það vegna aukinnar neyslu, orðinnar fækkunar og svo hafa margir verið að bregða búi," segir hann, en áréttar að fara þurfi varlega í alla aukningu. "Það má ekki verða nein sprengja. Við erum í góðu jafnvægi og viljum halda því." Jóhannes Sveinbjörnsson, sauðfjárbjóndi á Heiðarbæ í Þingvallasveit og formaður Félags sauðfjárbænda í Árnessýslu, játar því að heldur bjartara sé yfir sauðfjárbændum en oft áður. "Síðustu ár hefur pressan á verð verið niður á við fremur en hitt og við í fyrsta skipti núna í þeirri stöðu að eftirspurn er meiri en framboðið," segir hann og fagnar því að menn skuli vera lausir við að hafa birgðir af kjöti að hausti. "Hingað til höfum við ekki verið í neinni aðstöðu til að halda verðinu í takt við almenna verðþróun í landinu og höfum dregist aftur úr." Hann segir bændur alveg hafa viljað sjá veglegri hækkun á skilaverði til sín en ákveðin hefur verið. "Það myndi ekki veita af meiri hækkun, en svo er heldur ekki gott að hækka of mikið. Við viljum ekki fá það í bakið í minnkaðri sölu. Þetta snýst um að selja ákveðið magn á ásættanlegu verði." Jóhannes segir það ákvörðun hvers og eins bónda hvort hann eykur framleiðslu sína. "Samt er það þannig með sauðfé að það tekur dálítinn tíma að auka framleiðsluna. Eitt til tvö ár þarf til að ala upp þann grip sem maður ætlar að setja í framleiðslu. Maður setur á lamb að hausti og það lamb skilar ekki fullum afurðum fyrr en eftir eitt og hálft ár. Þetta er til dæmis mun lengri tími en í kjúklingarækt þar sem framleiðsluferillinn er sex vikur." Hann segir bændur frekar vilja selja hóflegt magn af lambakjöti á sanngjörnu verði, en mikið magn á lágu verði. "Ég sé ekki fyrir mér stórfellda framleiðsluaukningu þó að einstakir bændu komi sjálfsagt til með að fjölga eitthvað, þeir sem hafa aðstöðu til þess. Svo er það nú bara þannig að aldurinn á bændastéttinni er orðinn frekar hár þannig að maður veit ekki hvernig verður með endurnýjun í stéttinni."
Fréttir Innlent Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Erlent Fleiri fréttir Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Sjá meira