Norðmenn vilja styrkja tengslin 12. september 2005 00:01 Íbúar Vestur-Noregs hafa mikinn áhuga á að styrkja tengslin við Íslendinga og leggja sveitarfélög þar nú fjármuni í að byggja upp menningartengda ferðaþjónustu, byggða á sameiginlegri sögu frændþjóðanna. Íslendingar skynja skyldleika þjóðanna tveggja sennilega hvergi betur en í sjávarbyggðunum í Vestur-Noregi. Þar byggðust þorp og bæir upp af fiskveiðum, eins og á Íslandi. Það þarf ekki annað en að horfa á nöfnin á skiltunum. Þeir eiga líka sína Norðfjarðarhöfn. Þarna voru það auðævi hafsins sem lögðu grunninn að velmegun samfélagsins, sérstaklega síldin, en Norðmennirnir sem hófu síldveiðar við Íslandsstrendur, og byggðu upp síldarbæi eins og Siglufjörð og Seyðisfjörð, komu einmitt frá þessum slóðum. Sveitarfélög í Vestur-Noregi sem og Sogns- og Fjarðafylki hafa nú ásamt fleirum lagt fjármuni í verkefni sem er ætlað að byggja upp ferðaþjónustu á grunni sameiginlegrar arfleifðar þjóðanna. Nils R. Sandal, oddviti Sogns- og Fjarðafylkis, segir þetta geta haft mikla þýðingu. Nú sé verið að leggja grunninn að því að Íslendingar geti komið þangað og upplifað fólk og náttúru í þessum landshluta. Á móti geti Norðmennirnir ferðast til Íslands og upplifað það. Sameiginleg saga landanna nær vitaskuld allt aftur til upphafs Íslandsbyggðar. Rústir klausturs á eynni Selju geyma hluta hennar en þarna var biskupsstóll sem Skálholts- og Hólabiskupar höfðu samskipti við en allir heyrðu þeir undir erkibiskupinn í Niðarósi. Nýútkomin bók í Noregi um Ingólf Arnarson er enn eitt dæmið um endurvakinn áhuga Norðmanna á Íslandi en bókin fjallar ekki aðeins um landnámsmanninn heldur um samskipti þjóðanna í víðara samhengi í gegnum aldirnar. Í henni er til dæmis ljósmynd af því þegar Bjarni Benediktsson afhjúpaði styttuna af Ingólfi í Dalsfirði árið 1961. Nils segir Ingólf sögulega persónu í samvinnunni á milli Vestur-Noregs og Íslands, enda hafi hann verið ættaður úr fyllkinu. Fréttir Innlent Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Íbúar Vestur-Noregs hafa mikinn áhuga á að styrkja tengslin við Íslendinga og leggja sveitarfélög þar nú fjármuni í að byggja upp menningartengda ferðaþjónustu, byggða á sameiginlegri sögu frændþjóðanna. Íslendingar skynja skyldleika þjóðanna tveggja sennilega hvergi betur en í sjávarbyggðunum í Vestur-Noregi. Þar byggðust þorp og bæir upp af fiskveiðum, eins og á Íslandi. Það þarf ekki annað en að horfa á nöfnin á skiltunum. Þeir eiga líka sína Norðfjarðarhöfn. Þarna voru það auðævi hafsins sem lögðu grunninn að velmegun samfélagsins, sérstaklega síldin, en Norðmennirnir sem hófu síldveiðar við Íslandsstrendur, og byggðu upp síldarbæi eins og Siglufjörð og Seyðisfjörð, komu einmitt frá þessum slóðum. Sveitarfélög í Vestur-Noregi sem og Sogns- og Fjarðafylki hafa nú ásamt fleirum lagt fjármuni í verkefni sem er ætlað að byggja upp ferðaþjónustu á grunni sameiginlegrar arfleifðar þjóðanna. Nils R. Sandal, oddviti Sogns- og Fjarðafylkis, segir þetta geta haft mikla þýðingu. Nú sé verið að leggja grunninn að því að Íslendingar geti komið þangað og upplifað fólk og náttúru í þessum landshluta. Á móti geti Norðmennirnir ferðast til Íslands og upplifað það. Sameiginleg saga landanna nær vitaskuld allt aftur til upphafs Íslandsbyggðar. Rústir klausturs á eynni Selju geyma hluta hennar en þarna var biskupsstóll sem Skálholts- og Hólabiskupar höfðu samskipti við en allir heyrðu þeir undir erkibiskupinn í Niðarósi. Nýútkomin bók í Noregi um Ingólf Arnarson er enn eitt dæmið um endurvakinn áhuga Norðmanna á Íslandi en bókin fjallar ekki aðeins um landnámsmanninn heldur um samskipti þjóðanna í víðara samhengi í gegnum aldirnar. Í henni er til dæmis ljósmynd af því þegar Bjarni Benediktsson afhjúpaði styttuna af Ingólfi í Dalsfirði árið 1961. Nils segir Ingólf sögulega persónu í samvinnunni á milli Vestur-Noregs og Íslands, enda hafi hann verið ættaður úr fyllkinu.
Fréttir Innlent Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira