Erlent

Helmingsaukning á hatursglæpum

Réttindasamtök múslima í Bandaríkjunum, CAIR, birtu í fyrradag skýrslu um glæpi og mismunun sem þarlendir múslimar urðu fyrir á síðasta ári. Þar kemur fram að svonefndum hatursglæpum gegn þeim hefur fjölgað um helming á milli ára. Árið 2004 urðu múslimar í 1.522 skipti fyrir ofbeldi, áreitni eða mismunun vegna trúar sinnar. Fimmtungur atvikanna á sér stað í Kaliforníu og tíu prósent í New York-ríki. Tilefnislausar handtökur hafa talsvert færst í vöxt en á móti kemur að verulega hefur dregið úr mismunun á vinnumarkaði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×