Bitur örlög þýzkra flóttabarna 12. maí 2005 00:01 Hvers vegna dóu þúsundir þýskra barna í flóttamannabúðum í Danmörku eftir að stríðinu var lokið? Í nýrri sagnfræðidoktorsritgerð dansks læknis eru bitur örlög þessara barna rakin og hafa niðurstöðurnar vakið mikla umræðu í Danmörku um svartan kafla í sögu þjóðarinnar. Á lokamánuðum síðari heimsstyrjaldar vorið 1945 tókst um 250.000 þýskum flóttamönnum, aðallega konum, börnum og gamalmennum frá þeim héruðum austanverðs Þýskalands sem lágu að Eystrasaltinu, Austur-Prússlandi og Pommern, að komast undan byssustingjum Rauða hersins í það sem flóttafólkið taldi vera örugga höfn í Danmörku. En þar var þjáningum þeirra sannarlega ekki lokið, eins og Kirsten Lylloff, yfirlæknir í Hillerød á Sjálandi, rekur í bókinni "Börn eða óvinir?" sem hún varði sem doktorsritgerð í sagnfræði við Kaupmannahafnarháskóla í apríl síðastliðnum. Yfir 13.000 dauðsföll Meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum Lylloff er að frá 5. maí, þegar þýska hernámsliðið í Danmörku gafst upp, og það sem eftir lifði ársins 1945 dóu 13.492 þýskir flóttamenn í búðum sem Danir settu þá í. Yfir helmingur þeirra sem dóu var börn undir fimm ára aldri. "Þetta var stærsti mannlegi harmleikur í síðari tíma sögu Danmerkur," segir höfundurinn. Flóttamennirnir voru allir lokaðir bak við gaddavír í nærri eitt hundrað búðum um alla Danmörku og gætt af þungvopnuðum vörðum. Í stærstu búðunum voru 37.000 flóttamenn þegar flest var, en þær voru í Oksbøll á vesturströnd Jótlands. Fjórar sérstakar barnabúðir voru í þessu flóttabúðaneti. Börnin sem í þeim voru - flest munaðarleysingjar eða börn sem höfðu orðið viðskila við foreldra sína - fengu aldrei að fara út fyrir gaddavírsgirðinguna fyrr en hægt var að senda þau til Þýskalands. Af öllum slíkum flóttamannabúðum sem vistaðu þýska flóttamenn utan Þýskalands eftir stríðið kvað vistin hafa verið einna verst í dönsku búðunum. Matvæli voru mjög naumt skömmtuð flóttamönnunum og læknishjálp nær engin veitt. Lylloff komst að því að í marz 1945 hefði danska læknafélagið gert samþykkt um að veita þýskum flóttamönnum enga aðstoð. Í sama mánuði neitaði einnig danski Rauði krossinn að aðhafast neitt til hjálpar flóttafólkinu, að sögn vegna þess að stemmningin meðal Dana væri "fjandsamleg Þjóðverjum", að því er danska blaðið Politiken skrifar. Afleiðingin varð sú að átta af hverjum tíu ungbörnum sem örlögin skoluðu með þessum hætti að ströndum Danmerkur dóu úr vannæringu, vosbúð og skorti á lyfjum og læknisaðstoð. Þar með, segir Lylloff, dóu í þessum búðum fleiri en allir þeir Danir sem féllu í stríðinu öllu. Lylloff undrast sinnuleysi læknakollega sinna á þessum tíma: "Hvers konar ófreskjur í mannsmynd voru þessir dönsku læknar ársins 1945?" spyr hún. Jørgen Poulsen, núverandi formaður danska Rauða krossins, tekur undir að hér sé um að ræða "myrkan kafla" í þjóðarsögunni, "sem við verðum að skammast okkar fyrir". Sek um hatur Heimildavinna Lylloff er óumdeild, en rannsókn sína á efninu hóf hún árið 1997. Deilur hafa hins vegar spunnizt meðal landa hennar um skýringar á þessum harmsögulegu atburðum. Spurt er: Var það hatrið á öllu því sem þýskt var, eftir fimm ára hernám nazista, sem Danir létu vísvitandi bitna á þýsku flóttabörnunum? Eða voru Danir að reyna að gleyma eigin samstarfi við hernámsliðið með því að vilja ekkert af þessu flóttafólki vita? "Við áttum í fullu fangi með að sjá um okkur sjálf," hefur þýska vikuritið Der Spiegel eftir Arne Gammelgaard, fulltrúa eldri kynslóðar danskra sagnfræðinga, en með þessum orðum vill hann afsaka framferði Dana gagnvart flóttafólkinu. En Lylloff bendir á að til dæmis norskt og hollenzkt flóttafólk hafi fengið góða meðhöndlun í Danmörku á sama tíma og þýsku flóttabörnin vesluðust upp úr vosbúð, hungri og sjúkdómum. Að hennar mati er borðleggjandi að hatur hafi ráðið för, hatur sem bitnaði á þúsundum saklausra barna. Lylloff rifjar upp að er þýska flóttafólkið streymdi til Danmerkur á sínum tíma hafi verið dreift dreifibréfum þar sem alið var á ótta Dana við "nýja gerð innrásar". "Þýska hernámsliðið var varla búið að hypja sig, þá voru aftur komnir til landsins Þjóðverjar, í hundraðaþúsundatali, en aðeins með aðra ásjónu." Svona orðar Lylloff tilraun sína til að skýra þá meðhöndlun sem flóttafólkið fékk. Börnin hafi fengið að kenna á þessu hatri sem beindist gegn öllu þýsku. Meðhöndlunin sem börnin fengu "er hreint og klárt mesti mannlegi harmleikur í síðari tíma sögu Danmerkur. Okkur ber að skrifa söguna rétt til þess að geta lært af henni," hefur Politiken eftir Lylloff. "Þegar við [Danir] heyrum um þjóðernishreinsanir og hneykslumst á þeirri villimennsku sem átti sér stað í Rúanda og á Balkanskaganum ættum við að minna okkur sjálf á að við höfum gerzt sek um að haga okkur á hliðstæðum grunni þjóðernishaturs," segir Lylloff. Erlent Fréttir Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Hvers vegna dóu þúsundir þýskra barna í flóttamannabúðum í Danmörku eftir að stríðinu var lokið? Í nýrri sagnfræðidoktorsritgerð dansks læknis eru bitur örlög þessara barna rakin og hafa niðurstöðurnar vakið mikla umræðu í Danmörku um svartan kafla í sögu þjóðarinnar. Á lokamánuðum síðari heimsstyrjaldar vorið 1945 tókst um 250.000 þýskum flóttamönnum, aðallega konum, börnum og gamalmennum frá þeim héruðum austanverðs Þýskalands sem lágu að Eystrasaltinu, Austur-Prússlandi og Pommern, að komast undan byssustingjum Rauða hersins í það sem flóttafólkið taldi vera örugga höfn í Danmörku. En þar var þjáningum þeirra sannarlega ekki lokið, eins og Kirsten Lylloff, yfirlæknir í Hillerød á Sjálandi, rekur í bókinni "Börn eða óvinir?" sem hún varði sem doktorsritgerð í sagnfræði við Kaupmannahafnarháskóla í apríl síðastliðnum. Yfir 13.000 dauðsföll Meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum Lylloff er að frá 5. maí, þegar þýska hernámsliðið í Danmörku gafst upp, og það sem eftir lifði ársins 1945 dóu 13.492 þýskir flóttamenn í búðum sem Danir settu þá í. Yfir helmingur þeirra sem dóu var börn undir fimm ára aldri. "Þetta var stærsti mannlegi harmleikur í síðari tíma sögu Danmerkur," segir höfundurinn. Flóttamennirnir voru allir lokaðir bak við gaddavír í nærri eitt hundrað búðum um alla Danmörku og gætt af þungvopnuðum vörðum. Í stærstu búðunum voru 37.000 flóttamenn þegar flest var, en þær voru í Oksbøll á vesturströnd Jótlands. Fjórar sérstakar barnabúðir voru í þessu flóttabúðaneti. Börnin sem í þeim voru - flest munaðarleysingjar eða börn sem höfðu orðið viðskila við foreldra sína - fengu aldrei að fara út fyrir gaddavírsgirðinguna fyrr en hægt var að senda þau til Þýskalands. Af öllum slíkum flóttamannabúðum sem vistaðu þýska flóttamenn utan Þýskalands eftir stríðið kvað vistin hafa verið einna verst í dönsku búðunum. Matvæli voru mjög naumt skömmtuð flóttamönnunum og læknishjálp nær engin veitt. Lylloff komst að því að í marz 1945 hefði danska læknafélagið gert samþykkt um að veita þýskum flóttamönnum enga aðstoð. Í sama mánuði neitaði einnig danski Rauði krossinn að aðhafast neitt til hjálpar flóttafólkinu, að sögn vegna þess að stemmningin meðal Dana væri "fjandsamleg Þjóðverjum", að því er danska blaðið Politiken skrifar. Afleiðingin varð sú að átta af hverjum tíu ungbörnum sem örlögin skoluðu með þessum hætti að ströndum Danmerkur dóu úr vannæringu, vosbúð og skorti á lyfjum og læknisaðstoð. Þar með, segir Lylloff, dóu í þessum búðum fleiri en allir þeir Danir sem féllu í stríðinu öllu. Lylloff undrast sinnuleysi læknakollega sinna á þessum tíma: "Hvers konar ófreskjur í mannsmynd voru þessir dönsku læknar ársins 1945?" spyr hún. Jørgen Poulsen, núverandi formaður danska Rauða krossins, tekur undir að hér sé um að ræða "myrkan kafla" í þjóðarsögunni, "sem við verðum að skammast okkar fyrir". Sek um hatur Heimildavinna Lylloff er óumdeild, en rannsókn sína á efninu hóf hún árið 1997. Deilur hafa hins vegar spunnizt meðal landa hennar um skýringar á þessum harmsögulegu atburðum. Spurt er: Var það hatrið á öllu því sem þýskt var, eftir fimm ára hernám nazista, sem Danir létu vísvitandi bitna á þýsku flóttabörnunum? Eða voru Danir að reyna að gleyma eigin samstarfi við hernámsliðið með því að vilja ekkert af þessu flóttafólki vita? "Við áttum í fullu fangi með að sjá um okkur sjálf," hefur þýska vikuritið Der Spiegel eftir Arne Gammelgaard, fulltrúa eldri kynslóðar danskra sagnfræðinga, en með þessum orðum vill hann afsaka framferði Dana gagnvart flóttafólkinu. En Lylloff bendir á að til dæmis norskt og hollenzkt flóttafólk hafi fengið góða meðhöndlun í Danmörku á sama tíma og þýsku flóttabörnin vesluðust upp úr vosbúð, hungri og sjúkdómum. Að hennar mati er borðleggjandi að hatur hafi ráðið för, hatur sem bitnaði á þúsundum saklausra barna. Lylloff rifjar upp að er þýska flóttafólkið streymdi til Danmerkur á sínum tíma hafi verið dreift dreifibréfum þar sem alið var á ótta Dana við "nýja gerð innrásar". "Þýska hernámsliðið var varla búið að hypja sig, þá voru aftur komnir til landsins Þjóðverjar, í hundraðaþúsundatali, en aðeins með aðra ásjónu." Svona orðar Lylloff tilraun sína til að skýra þá meðhöndlun sem flóttafólkið fékk. Börnin hafi fengið að kenna á þessu hatri sem beindist gegn öllu þýsku. Meðhöndlunin sem börnin fengu "er hreint og klárt mesti mannlegi harmleikur í síðari tíma sögu Danmerkur. Okkur ber að skrifa söguna rétt til þess að geta lært af henni," hefur Politiken eftir Lylloff. "Þegar við [Danir] heyrum um þjóðernishreinsanir og hneykslumst á þeirri villimennsku sem átti sér stað í Rúanda og á Balkanskaganum ættum við að minna okkur sjálf á að við höfum gerzt sek um að haga okkur á hliðstæðum grunni þjóðernishaturs," segir Lylloff.
Erlent Fréttir Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent