Innlent

Tekjuháir fá minna

Árni Magnússon  félagsmálaráðherra segir frekari skoðunar þörf á því hvort til greina komi að breyta lögum á þann veg að fæðingarorlof skerði ekki rétt til umönnunar- og lífeyrisgreiðslna.
Árni Magnússon félagsmálaráðherra segir frekari skoðunar þörf á því hvort til greina komi að breyta lögum á þann veg að fæðingarorlof skerði ekki rétt til umönnunar- og lífeyrisgreiðslna.

Þak sem sett var á fæðingarorlofsgreiðslur veldur því að útgjöld fæðingarorlofs­sjóðs voru 25 milljónum króna lægri fyrstu níu mánuði ársins en ráð var fyrir gert. Eftir breytingu geta greiðslur ekki orðið hærri en sem nemur 80 prósentum af 600 þúsund króna mánaðartekjum.

Í svari Árna Magnússonar félagsmálaráðherra til Jóhönnu Sigurðardóttur þingmanns Sam­fylk­ingar­ í umræðum á alþingi á föstudag kom fram að 81 foreldri hafi fyrstu níu mánuði ársins verið yfir hámarkinu. Hann sagði félagsmála­ráðu­­neyt­ið áætla að útgjöld sjóðsins á árinu yrðu mjög nálægt útgjöldum sjóðsins í fyrra, eða um 6,2 milljarðar króna. Hann sagði þó ljóst að áhrif breytinganna sem urðu um áramót á úthlutunarreglunum myndu ekki að fullu koma fram í útgjöldum sjóðsins fyrr en á næsta ári.

Annað sem breyttist er að nú er miðað við tekjur fólks síðustu 24 mánuðina áður en að orlofstöku kemur, í stað 12 mánuða áður. Árni segir breytinguna minnka útgjöld sjóðsins um 3 til 4,5 prósent. "Það hefur aldrei verið markmið laganna að bæta foreldrum þær tekjur sem þeir hugsanlega hefðu getað aflað hefðu þeir ekki eignast barn og því haldið áfram á vinnumarkaði," áréttaði hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×