Innlent

Skipan efstu sæta breytist

Þórarinn B. Jónsson. Í undanförnum þrennum kosningum hefur Þórarinn skipað þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri en hann býður sig nú fram í fimmta sæti.
Þórarinn B. Jónsson. Í undanförnum þrennum kosningum hefur Þórarinn skipað þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri en hann býður sig nú fram í fimmta sæti.

Þórarinn B. Jónsson, fyrrverandi útibússtjóri Sjóvár á Akureyri, hyggst bjóða sig fram í fimmta sæti í prófkjöri sjálfstæðismannna á Akureyri vegna sveitarstjórnarkosninganna á næsta ári. Þórarinn hefur skipað þriðja sæti listans í undangengnum þrennum kosningum en segist nú vilja rýma sætið fyrir öðrum frambjóðanda.

Sigrún Björk Jakobsdóttir ætlar að gefa kost á sér í prófkjörinu en hún var í fjórða sæti á lista flokksins í síðustu kosningum. Sigrún segist ákveða á næstu dögum á hvaða sæti hún stefnir eða um svipað leyti og Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri tilkynnir hvort hann tekur þátt í prófkjörinu.

Baldur Dýrfjörð, starfsmannastjóri Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, býður sig fram í þriðja sæti í prófkjörinu en hann hefur aldrei átt sæti á lista Sálfstæðisflokksins á Akureyri.

Þóra Ákadóttir, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, skipaði annað sæti á lista flokksins í síðustu kosningum en hún gefur ekki kost á sér í prófkjörinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×