Innlent

Berar sig við börn að leik

Lögreglunni í Reykjavík barst í fyrrakvöld tilkynning um mann sem beraði sig fyrir framan stúlkur sem spiluðu fótbolta við Grímsbæ í Fossvoginum.

Sjö stúlkur voru við fótboltaiðkun um kvöldmatarleytið þegar þær urðu mannsins varar og tóku samstundis til fótanna. Létu þær foreldra vita, sem kölluðu til lögreglu. Maðurinn var á bak og burt þegar laganna verðir komu á staðinn. Lögregla hefur ekki haft hendur í hári mannsins en eina lýsingin sem hún hefur á að byggja er að hann var dökkklæddur.

Lögreglan segir talsvert vera um að tilkynningar af þessu tagi berist en örðugt sé að finna sökudólgana vegna þess að seint er hringt eða þá að lýsingar séu af skornum skammti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×