Innlent

Stal fyrir tæpa hálfa milljón

Tvítugri stúlku var ekki veitt sérstök refsing fyrir innbrot sem hún framdi í Garðabæ í sumar, en kveðinn var upp yfir henni dómur í Héraðsdómi Reykjaness í byrjun vikunnar. Stúlkan játaði en brotið þótti ekki þess eðlis að leitt hefði til þyngingar á þremur öðrum dómum sem kveðnir voru upp yfir henni í millitíðinni fyrir fleiri þjófnaði.

Um miðjan október var hún síðast dæmd í þriggja mánaða fangelsi. Í Garðabænum spennti stúlkan upp svalahurð og stal úr íbúð Playstation-leikjatölvu, geisladiskum, úri, skartgripum og seðlaveski. Saman voru þessir hlutir metnir á tæpa hálfa milljón króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×