Erlent

Fjórir Pólverjar í gæsluvarðhald

Tveir Pólverjar hafa verið úrskurðaðir í einangrunarvist fram á Þorláksmessu vegna morðsins á ungum Gambíumanni sem fannst látinn á hótelherbergi í Kaupmannahöfn í fyrradag. Tvær pólskar konur voru einnig úrskurðaðar í varðhald en Pólverjarnir eru allir sagðir hafa verið á hótelinu á sama tíma og morðið var framið.

Sá myrti hafði dvalið á hótelinu um nokkurt skeið. Vitni heyrðu mikinn hávaða frá herbergi hans nokkrum tímum áður en hann fannst látinn. Hann var með mikla áverka á höfði eftir hníf. Þá hafði verðið sparkað í höfuð hans og háls.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×