Byggðastofnun láni á ný án fjárframlags 30. nóvember 2005 07:15 s Valgerður Sverrisdóttir, ráðherra byggðamála, hefur óskað eftir því við stjórn Byggðastofnunar að hún hefji útlán á ný, en stofnunin hætti útlánum í október þegar eigið fé hennar fór niður fyrir leyfileg mörk. Starfshópur, sem fjallað hefur um framtíð Byggðastofnunar, skilaði tillögum sínum í fyrrakvöld. Þar er lögð áhersla á að stofnunin haldi áfram lánastarfsemi um leið og unnið verði að stefnumótun og samþættingu stofnana sem fást við atvinnuþróun og nýsköpun eins og Nýsköpunarsjóður og Iðntæknistofnun. Gert er ráð fyrir að þróaðar verði nýjar leiðir til fjármögnunar í samstarfi við banka og önnur fjármálafyrirtæki. Í því sambandi er fremur gert ráð fyrir ábyrgðum af hálfu Byggðastofnunar fremur en beinum lánum. Ekki er gert ráð fyrir fækkun starfa í höfuðstöðvum Byggðastofnunar á Sauðárkróki og ráðgert er að atvinnuþróunarstarfsemi á Ísafirði, Egilsstöðum og Akureyri verði efld. Valgerður Sverrisdóttir segir að hundruð milljónir króna þurfi til þess að koma eigin fé Byggðastofnunar upp fyrir tilskilin mörk. Anna Kristín Gunnarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir afar sérkennilegt að nú sé verið að ljúka umræðum um fjárlög og fjáraukalög og engin tillaga sé frá stjórnvöldum um framlög til Byggðastofnunar. "Þó er það fyrirséð að slík framlög verða að koma. Þessi stofnun þjónar svæðum sem hafa orðið fyrir mestum áföllum til dæmis vegna kvótakerfisins." Anna Kristín telur greinilegt að flytja eigi vandann fram yfir áramót til að skekkja ekki tölurnar í fjárlögum. "Þannig að unnt verði að sýna fallegri glansmynd en ella. Það gefur auga leið að það þarf aukið fjármagn til stofnunarinnar." Ríkisstjórnin samþykkti áðurgreind áform á fundi sínum í gær. Jafnframt hefur starfsmönnum Byggðastofnunar verið gerð grein fyrir stöðu mála. "Ég lít á þetta sem tækifæri ekki síst fyrir landsbyggðina því stoðkerfi atvinnulífsins er ekki nægilega sterkt eins og það er í dag og með þessu getum við styrkt það verulega," segir Valgerður. Innlent Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir, ráðherra byggðamála, hefur óskað eftir því við stjórn Byggðastofnunar að hún hefji útlán á ný, en stofnunin hætti útlánum í október þegar eigið fé hennar fór niður fyrir leyfileg mörk. Starfshópur, sem fjallað hefur um framtíð Byggðastofnunar, skilaði tillögum sínum í fyrrakvöld. Þar er lögð áhersla á að stofnunin haldi áfram lánastarfsemi um leið og unnið verði að stefnumótun og samþættingu stofnana sem fást við atvinnuþróun og nýsköpun eins og Nýsköpunarsjóður og Iðntæknistofnun. Gert er ráð fyrir að þróaðar verði nýjar leiðir til fjármögnunar í samstarfi við banka og önnur fjármálafyrirtæki. Í því sambandi er fremur gert ráð fyrir ábyrgðum af hálfu Byggðastofnunar fremur en beinum lánum. Ekki er gert ráð fyrir fækkun starfa í höfuðstöðvum Byggðastofnunar á Sauðárkróki og ráðgert er að atvinnuþróunarstarfsemi á Ísafirði, Egilsstöðum og Akureyri verði efld. Valgerður Sverrisdóttir segir að hundruð milljónir króna þurfi til þess að koma eigin fé Byggðastofnunar upp fyrir tilskilin mörk. Anna Kristín Gunnarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir afar sérkennilegt að nú sé verið að ljúka umræðum um fjárlög og fjáraukalög og engin tillaga sé frá stjórnvöldum um framlög til Byggðastofnunar. "Þó er það fyrirséð að slík framlög verða að koma. Þessi stofnun þjónar svæðum sem hafa orðið fyrir mestum áföllum til dæmis vegna kvótakerfisins." Anna Kristín telur greinilegt að flytja eigi vandann fram yfir áramót til að skekkja ekki tölurnar í fjárlögum. "Þannig að unnt verði að sýna fallegri glansmynd en ella. Það gefur auga leið að það þarf aukið fjármagn til stofnunarinnar." Ríkisstjórnin samþykkti áðurgreind áform á fundi sínum í gær. Jafnframt hefur starfsmönnum Byggðastofnunar verið gerð grein fyrir stöðu mála. "Ég lít á þetta sem tækifæri ekki síst fyrir landsbyggðina því stoðkerfi atvinnulífsins er ekki nægilega sterkt eins og það er í dag og með þessu getum við styrkt það verulega," segir Valgerður.
Innlent Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira