Byggðastofnun láni á ný án fjárframlags 30. nóvember 2005 07:15 s Valgerður Sverrisdóttir, ráðherra byggðamála, hefur óskað eftir því við stjórn Byggðastofnunar að hún hefji útlán á ný, en stofnunin hætti útlánum í október þegar eigið fé hennar fór niður fyrir leyfileg mörk. Starfshópur, sem fjallað hefur um framtíð Byggðastofnunar, skilaði tillögum sínum í fyrrakvöld. Þar er lögð áhersla á að stofnunin haldi áfram lánastarfsemi um leið og unnið verði að stefnumótun og samþættingu stofnana sem fást við atvinnuþróun og nýsköpun eins og Nýsköpunarsjóður og Iðntæknistofnun. Gert er ráð fyrir að þróaðar verði nýjar leiðir til fjármögnunar í samstarfi við banka og önnur fjármálafyrirtæki. Í því sambandi er fremur gert ráð fyrir ábyrgðum af hálfu Byggðastofnunar fremur en beinum lánum. Ekki er gert ráð fyrir fækkun starfa í höfuðstöðvum Byggðastofnunar á Sauðárkróki og ráðgert er að atvinnuþróunarstarfsemi á Ísafirði, Egilsstöðum og Akureyri verði efld. Valgerður Sverrisdóttir segir að hundruð milljónir króna þurfi til þess að koma eigin fé Byggðastofnunar upp fyrir tilskilin mörk. Anna Kristín Gunnarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir afar sérkennilegt að nú sé verið að ljúka umræðum um fjárlög og fjáraukalög og engin tillaga sé frá stjórnvöldum um framlög til Byggðastofnunar. "Þó er það fyrirséð að slík framlög verða að koma. Þessi stofnun þjónar svæðum sem hafa orðið fyrir mestum áföllum til dæmis vegna kvótakerfisins." Anna Kristín telur greinilegt að flytja eigi vandann fram yfir áramót til að skekkja ekki tölurnar í fjárlögum. "Þannig að unnt verði að sýna fallegri glansmynd en ella. Það gefur auga leið að það þarf aukið fjármagn til stofnunarinnar." Ríkisstjórnin samþykkti áðurgreind áform á fundi sínum í gær. Jafnframt hefur starfsmönnum Byggðastofnunar verið gerð grein fyrir stöðu mála. "Ég lít á þetta sem tækifæri ekki síst fyrir landsbyggðina því stoðkerfi atvinnulífsins er ekki nægilega sterkt eins og það er í dag og með þessu getum við styrkt það verulega," segir Valgerður. Innlent Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir, ráðherra byggðamála, hefur óskað eftir því við stjórn Byggðastofnunar að hún hefji útlán á ný, en stofnunin hætti útlánum í október þegar eigið fé hennar fór niður fyrir leyfileg mörk. Starfshópur, sem fjallað hefur um framtíð Byggðastofnunar, skilaði tillögum sínum í fyrrakvöld. Þar er lögð áhersla á að stofnunin haldi áfram lánastarfsemi um leið og unnið verði að stefnumótun og samþættingu stofnana sem fást við atvinnuþróun og nýsköpun eins og Nýsköpunarsjóður og Iðntæknistofnun. Gert er ráð fyrir að þróaðar verði nýjar leiðir til fjármögnunar í samstarfi við banka og önnur fjármálafyrirtæki. Í því sambandi er fremur gert ráð fyrir ábyrgðum af hálfu Byggðastofnunar fremur en beinum lánum. Ekki er gert ráð fyrir fækkun starfa í höfuðstöðvum Byggðastofnunar á Sauðárkróki og ráðgert er að atvinnuþróunarstarfsemi á Ísafirði, Egilsstöðum og Akureyri verði efld. Valgerður Sverrisdóttir segir að hundruð milljónir króna þurfi til þess að koma eigin fé Byggðastofnunar upp fyrir tilskilin mörk. Anna Kristín Gunnarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir afar sérkennilegt að nú sé verið að ljúka umræðum um fjárlög og fjáraukalög og engin tillaga sé frá stjórnvöldum um framlög til Byggðastofnunar. "Þó er það fyrirséð að slík framlög verða að koma. Þessi stofnun þjónar svæðum sem hafa orðið fyrir mestum áföllum til dæmis vegna kvótakerfisins." Anna Kristín telur greinilegt að flytja eigi vandann fram yfir áramót til að skekkja ekki tölurnar í fjárlögum. "Þannig að unnt verði að sýna fallegri glansmynd en ella. Það gefur auga leið að það þarf aukið fjármagn til stofnunarinnar." Ríkisstjórnin samþykkti áðurgreind áform á fundi sínum í gær. Jafnframt hefur starfsmönnum Byggðastofnunar verið gerð grein fyrir stöðu mála. "Ég lít á þetta sem tækifæri ekki síst fyrir landsbyggðina því stoðkerfi atvinnulífsins er ekki nægilega sterkt eins og það er í dag og með þessu getum við styrkt það verulega," segir Valgerður.
Innlent Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira