Innlent

Stenst varla EES-samninginn

Verkamenn á Kárahnjúkum. Lengi hefur þess verið beðið af mörgum að lög yrðu sett á erlendar starfsmannaleigur eins og þær sem hafa séð Impregilo fyrir vinnuafli á Kárahnjúkum.
Verkamenn á Kárahnjúkum. Lengi hefur þess verið beðið af mörgum að lög yrðu sett á erlendar starfsmannaleigur eins og þær sem hafa séð Impregilo fyrir vinnuafli á Kárahnjúkum.

"Fljótt á litið sýnist mér að þriðja greinin í frumvarpi ráðherrans sé til þess fallin að brjóta í bága við frjálst flæði þjónustu eins og samningurinn um evrópska efnahagsvæðið kveður á um," segir Eggert B. Ólafsson, lögfræðingur og fyrrverandi yfirmaður eftirlitsskrifstofu EFTA.

Þar á Eggert við frumvarp það sem Árni Magnússon, félagsmálaráðherra, hefur lagt fram á Alþingi um starfsmannaleigur en um þær hafa engin lög gilt hingað til og er frumvarpinu ætlað að bæta úr því. Þriðja grein þess kveður á um að sérhver starfsmannaleiga sem veitir þjónustu hérlendis lengur en tíu daga á ári skuli hafa sérstakan fulltrúa hér á landi.

Þetta segir Eggert þýða aukinn kostnað fyrir starfsmannaleigurnar, geti skapað verri starfsskilyrði og þar með brotið ákvæði EES-samningsins sem kveður á um frjálst flæði þjónustu. "Þetta er skiljanlegt ákvæði en að miða við tíu daga er heldur gróft að mínu mati og stenst vart ákvæðin um frjálst flæði þjónustu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×