Áhrifamikil en umdeild um leið 28. nóvember 2005 05:00 Arabíska sjónvarpsstöðin al-Jazeera er sögð fara svo í taugarnar á bandarískum stjórnvöldum að Bush forseti á að hafa íhugað að láta eyðileggja höfuðstöðvar hennar. Stöðin útvarpar þó ekki einhliða áróðri heldur er hún gagnrýnin á báða bóga. Frétt breska blaðsins Daily Mirror í síðustu viku af samtali George W. Bush Bandaríkjaforseta og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, þar sem Bush á að hafa stungið upp á að sprengjum yrði varpað á höfuðstöðvar al-Jazeera í Doha í Katar hefur vakið undrun og gagnrýni. Hvort sem forsetinn hafi verið að grínast, eins og stuðningsmenn hans almennt telja, eða ekki þá virðast ummælin hafa verið færð til bókar sem út af fyrir sig er merkilegt. Í það minnsta er gremja ráðamanna í Washington í garð stöðvarinnar ekki ný af nálinni enda er hún gagnrýnni á bandaríska utanríkisstefnu en flestir aðrir fjölmiðlar. Vaxandi orðspor Fyrir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 höfðu fæstir Vesturlandabúar heyrt minnst á al-Jazeera en það breyttist rækilega þegar stöðin birti myndskeið af Osama bin Laden, höfuðpaur al-Kaída samtakanna, þar sem hann ræddi um árásirnar af velþóknun. Á síðasta ári valdi brandchannel.com al-Jazeera fimmta áhrifamesta vörumerki heims, á eftir Apple, Google, Ikea og Starbucks, og má af því ráða hversu mikið vegur stöðvarinnar hefur vaxið. Stöðin er ekki ýkja gömul en hún var sett á fót árið 1996. Skömmu áður hafði arabískt útibú BBC hætt útsendingum og fluttu flestir starfsmenn þess yfir til al-Jazeera, sem hefur þannig frá upphafi haft hæft starfsfólk innan sinna raða. Á síðustu misserum hafa kunnir fjölmiðlungar af Vesturlöndum gengið til liðs við stöðina, til dæmis David Frost sem starfaði í áratugi hjá BBC og Veronica Pedrosa, fréttalesari hjá CNN. Fjárhagslegur bakhjarl stöðvarinnar hefur svo frá upphafi verið emírinn í Katar. Teikn eru raunar á lofti um að sá stuðningur sé í endurskoðun, meðal annars vegna þrýstings frá Bandaríkjamönnum sem eiga í nánu hernaðarsamstarfi við ríkisstjórn Katar. Fjölmiðlafrelsi er ekki í hávegum haft hjá valdhöfum ríkja Mið-Austurlanda og því engin furða að ferskar útsendingar stöðvarinnar hafi fallið í frjósaman jarðveg hjá þeim íbúum svæðisins sem aðgang hafa að gervihnattamóttakara. Talið er að allt að fimmtíu milljónir manna fylgist með útsendingum al-Jazeera og er hún því án efa vinsælasta fréttastöðin í þessum heimshluta. Auk þess hefur hún innan sinna vébanda sérstakar íþrótta- og barnarásir. Gagnrýni úr öllum áttum Af þeirri staðreynd að fréttaflutningur al-Jazeera hefur verið gagnrýndur nánast af öllum sem hagsmuna eiga að gæta í Mið-Austurlöndum má draga þá ályktun að stöðin sé ekki eins hlutdræg og Bandaríkjamenn vilja vera láta. Hún er til dæmis eina sjónvarpsstöð arabaríkjanna sem tekur viðtöl við ísraelska embættismenn og hefur fyrir vikið verið sögð ganga erinda síonista. Aðrir segja stöðina breiða út öfgafullan íslamskan áróður og ala á hatri í garð þeirra sem vilja gæta hófsemi í trúmálum. Það væri hins vegar mikill misskilningur að afgreiða al-Jazeera sem ofsatrúarstöð. Fréttastefna stöðvarinnar mótast öðru fremur af arabískri þjóðernishyggju og gagnrýni á stefnu Vesturlanda í Mið-Austurlöndum og ríkisstjórna svæðisins hliðhollum þeim. Skoðanakönnun sem sagt var frá í tímaritinu Economist fyrr á þessu ári bendir hins vegar til að áhorfendur al-Jaazera séu ekkert sérstaklega andsnúnari Vesturlöndum en aðrir íbúar arabaheimsins. Útsendingarnar draga dám af því sem gerist á öðrum fréttastöðvum og þulirnir eru jakkafata- eða dragtaklæddir að vestrænum hætti. Þessi fréttastefna fellur vitaskuld langt í frá öllum í geð. Ríkisstjórnir Barein og Alsír hafa bannað fréttariturum stöðarinnar að athafna sig þar og til að greina frá gangi mála í Írak verður hún að reiða sig á aðkeyptar myndbandsupptökur og símaviðtöl því haustið 2003 var starfsemi hennar bönnuð í landinu sökum meints stuðnings við uppreisnarmenn. Fyrir tveimur árum létu spænsk stjórnvöld handtaka Taysir Allouni, fréttamann stöðvarinnar, og í september á þessu ári var hann dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að taka viðtal við Osama bin Laden. Andar köldu frá Ameríku Framan af voru Bandaríkjamenn frekar hlynntir al-Jazeera enda voru þeir fljótir að koma auga á kosti þess að í Mið-Austurlöndum starfaði sjónvarpsstöð óháð einræðisherrum svæðisins. Eftir að stöðin birti upptökurnar af bin Laden í kjölfar árásanna 11. september kom hins vegar annað hljóð í strokkinn, ríkisstjórn Bandaríkjanna taldi hana breiða út áróður hryðjuverkamanna og þar með réttlæta árásirnar. Í nóvember 2001 urðu skrifstofur al-Jazeera í Kabúl fyrir eldflaug Bandaríkjahers og hálfu öðru ári síðar gjöreyðilagðist útibú hennar í Bagdad í svipaðri árás. Í báðum tilvikum sögðu stjórnvöld í Washington að um slys hefði verið að ræða enda þótt þeim hefði átt að vera ljós staðsetning skrifstofanna. Þessi atvik hafa ekki orðið til að gagnrýni fréttamanna al-Jazeera á stefnu Bandaríkjanna hafi linnt heldur þvert á móti. Þannig er fróðlegt að bera saman umfjöllun al-Jazeera og helsta keppinautarins, al-Arabiya, sem er í eigu mágs Fahd heitins konungs í Sádi-Arabíu, eins helsta bandamanns Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum. Á meðan á umsátrunum um Falluja stóð á síðasta ári lagði síðarnefnda stöðin áherslu á aðgerðir gegn grunuðum hryðjuverkamönnum á meðan al-Jazeera einbeitti sér að því að greina frá mannfalli saklausra borgara. Undir þessum kringumstæðum eiga einmitt hin umdeildu ummæli George W. Bush að hafa fallið á fundi þeirra Tony Blair 16. apríl 2004. Grín eða ekki? Um það er erfitt að fullyrða því lögfræðilegur ráðunautur bresku ríkisstjórnarinnar hefur hótað þeim fjölmiðlum lögbanni sem vitna frekar í leyniskýrsluna þar sem samtal þeirra er skráð. Erlent Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Arabíska sjónvarpsstöðin al-Jazeera er sögð fara svo í taugarnar á bandarískum stjórnvöldum að Bush forseti á að hafa íhugað að láta eyðileggja höfuðstöðvar hennar. Stöðin útvarpar þó ekki einhliða áróðri heldur er hún gagnrýnin á báða bóga. Frétt breska blaðsins Daily Mirror í síðustu viku af samtali George W. Bush Bandaríkjaforseta og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, þar sem Bush á að hafa stungið upp á að sprengjum yrði varpað á höfuðstöðvar al-Jazeera í Doha í Katar hefur vakið undrun og gagnrýni. Hvort sem forsetinn hafi verið að grínast, eins og stuðningsmenn hans almennt telja, eða ekki þá virðast ummælin hafa verið færð til bókar sem út af fyrir sig er merkilegt. Í það minnsta er gremja ráðamanna í Washington í garð stöðvarinnar ekki ný af nálinni enda er hún gagnrýnni á bandaríska utanríkisstefnu en flestir aðrir fjölmiðlar. Vaxandi orðspor Fyrir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 höfðu fæstir Vesturlandabúar heyrt minnst á al-Jazeera en það breyttist rækilega þegar stöðin birti myndskeið af Osama bin Laden, höfuðpaur al-Kaída samtakanna, þar sem hann ræddi um árásirnar af velþóknun. Á síðasta ári valdi brandchannel.com al-Jazeera fimmta áhrifamesta vörumerki heims, á eftir Apple, Google, Ikea og Starbucks, og má af því ráða hversu mikið vegur stöðvarinnar hefur vaxið. Stöðin er ekki ýkja gömul en hún var sett á fót árið 1996. Skömmu áður hafði arabískt útibú BBC hætt útsendingum og fluttu flestir starfsmenn þess yfir til al-Jazeera, sem hefur þannig frá upphafi haft hæft starfsfólk innan sinna raða. Á síðustu misserum hafa kunnir fjölmiðlungar af Vesturlöndum gengið til liðs við stöðina, til dæmis David Frost sem starfaði í áratugi hjá BBC og Veronica Pedrosa, fréttalesari hjá CNN. Fjárhagslegur bakhjarl stöðvarinnar hefur svo frá upphafi verið emírinn í Katar. Teikn eru raunar á lofti um að sá stuðningur sé í endurskoðun, meðal annars vegna þrýstings frá Bandaríkjamönnum sem eiga í nánu hernaðarsamstarfi við ríkisstjórn Katar. Fjölmiðlafrelsi er ekki í hávegum haft hjá valdhöfum ríkja Mið-Austurlanda og því engin furða að ferskar útsendingar stöðvarinnar hafi fallið í frjósaman jarðveg hjá þeim íbúum svæðisins sem aðgang hafa að gervihnattamóttakara. Talið er að allt að fimmtíu milljónir manna fylgist með útsendingum al-Jazeera og er hún því án efa vinsælasta fréttastöðin í þessum heimshluta. Auk þess hefur hún innan sinna vébanda sérstakar íþrótta- og barnarásir. Gagnrýni úr öllum áttum Af þeirri staðreynd að fréttaflutningur al-Jazeera hefur verið gagnrýndur nánast af öllum sem hagsmuna eiga að gæta í Mið-Austurlöndum má draga þá ályktun að stöðin sé ekki eins hlutdræg og Bandaríkjamenn vilja vera láta. Hún er til dæmis eina sjónvarpsstöð arabaríkjanna sem tekur viðtöl við ísraelska embættismenn og hefur fyrir vikið verið sögð ganga erinda síonista. Aðrir segja stöðina breiða út öfgafullan íslamskan áróður og ala á hatri í garð þeirra sem vilja gæta hófsemi í trúmálum. Það væri hins vegar mikill misskilningur að afgreiða al-Jazeera sem ofsatrúarstöð. Fréttastefna stöðvarinnar mótast öðru fremur af arabískri þjóðernishyggju og gagnrýni á stefnu Vesturlanda í Mið-Austurlöndum og ríkisstjórna svæðisins hliðhollum þeim. Skoðanakönnun sem sagt var frá í tímaritinu Economist fyrr á þessu ári bendir hins vegar til að áhorfendur al-Jaazera séu ekkert sérstaklega andsnúnari Vesturlöndum en aðrir íbúar arabaheimsins. Útsendingarnar draga dám af því sem gerist á öðrum fréttastöðvum og þulirnir eru jakkafata- eða dragtaklæddir að vestrænum hætti. Þessi fréttastefna fellur vitaskuld langt í frá öllum í geð. Ríkisstjórnir Barein og Alsír hafa bannað fréttariturum stöðarinnar að athafna sig þar og til að greina frá gangi mála í Írak verður hún að reiða sig á aðkeyptar myndbandsupptökur og símaviðtöl því haustið 2003 var starfsemi hennar bönnuð í landinu sökum meints stuðnings við uppreisnarmenn. Fyrir tveimur árum létu spænsk stjórnvöld handtaka Taysir Allouni, fréttamann stöðvarinnar, og í september á þessu ári var hann dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að taka viðtal við Osama bin Laden. Andar köldu frá Ameríku Framan af voru Bandaríkjamenn frekar hlynntir al-Jazeera enda voru þeir fljótir að koma auga á kosti þess að í Mið-Austurlöndum starfaði sjónvarpsstöð óháð einræðisherrum svæðisins. Eftir að stöðin birti upptökurnar af bin Laden í kjölfar árásanna 11. september kom hins vegar annað hljóð í strokkinn, ríkisstjórn Bandaríkjanna taldi hana breiða út áróður hryðjuverkamanna og þar með réttlæta árásirnar. Í nóvember 2001 urðu skrifstofur al-Jazeera í Kabúl fyrir eldflaug Bandaríkjahers og hálfu öðru ári síðar gjöreyðilagðist útibú hennar í Bagdad í svipaðri árás. Í báðum tilvikum sögðu stjórnvöld í Washington að um slys hefði verið að ræða enda þótt þeim hefði átt að vera ljós staðsetning skrifstofanna. Þessi atvik hafa ekki orðið til að gagnrýni fréttamanna al-Jazeera á stefnu Bandaríkjanna hafi linnt heldur þvert á móti. Þannig er fróðlegt að bera saman umfjöllun al-Jazeera og helsta keppinautarins, al-Arabiya, sem er í eigu mágs Fahd heitins konungs í Sádi-Arabíu, eins helsta bandamanns Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum. Á meðan á umsátrunum um Falluja stóð á síðasta ári lagði síðarnefnda stöðin áherslu á aðgerðir gegn grunuðum hryðjuverkamönnum á meðan al-Jazeera einbeitti sér að því að greina frá mannfalli saklausra borgara. Undir þessum kringumstæðum eiga einmitt hin umdeildu ummæli George W. Bush að hafa fallið á fundi þeirra Tony Blair 16. apríl 2004. Grín eða ekki? Um það er erfitt að fullyrða því lögfræðilegur ráðunautur bresku ríkisstjórnarinnar hefur hótað þeim fjölmiðlum lögbanni sem vitna frekar í leyniskýrsluna þar sem samtal þeirra er skráð.
Erlent Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira