Erlent

Veldur örtröð

Norsk flugyfirvöld búast við miklum flugumferðarteppum þessi jólin vegna fjölda Breta í leit að jólasveininum, samkvæmt norska dagblaðinu Aftenposten. Búist er um 400.000 erlendum gestum í heimsókn til jólasveinsins í smiðju sinni í Rovaniemi í Finnlandi.

Um 90 prósent þessara gesta eru Bretar sem fljúga í gegnum Suður-Noreg. Þetta þýðir að á hverri klukkustund í desember verða allt að 25 vélar í norskri lofthelgi á leið til jólasveinsins. Yfirvöld búist við því að jólasveinaörtröðin valdi seinkunum á venjubundnu flugi til og frá Noregs, sem og á innanlandsflugi, í desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×