Erlent

Miklir kuldar og snjóar

Vetrarhörkur hafa eyðilagt uppskeru í Ítalíu síðustu dagana. Þessi mynd var tekin í Mílanó í gær.
Vetrarhörkur hafa eyðilagt uppskeru í Ítalíu síðustu dagana. Þessi mynd var tekin í Mílanó í gær.

Mikil vetrarveður herjuðu á stóran hluta Evrópu um helgina. Rafmagn hefur sums staðar farið af, flugi verið aflýst og umferðaröngþveiti myndast á hálum þjóðvegum. Miklar rigningar skemmdu uppskeru á Ítalíu og ollu flóðum víðs vegar um landið.

Var fólk sums staðar beðið um að yfirgefa heimili sín á meðan ástandið varir. Austurríkismenn vöruðu við hættu á snjóflóðum í Alpafjöllum í gær og vöruðu yfirvöld skíðafólk við því að fara af merktum skíðaleiðum.

Í Belgíu fór rafmagn af stórum hluta landsins vegna veðurs. Belgískur útigöngumaður lést úr kulda en tveir félagar hans voru fluttir á sjúkrahús vegna ofkælingar. Þremenningarnir fundust í anddyri kirkju í Brussel.

Hundruð breskra vegfarenda sem urðu strandaglópar vegna veðurs og ófærðar komust loks til síns heima á laugardag með aðstoð breska hersins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×