Erlent

Kjósa bannaða

Kjósandi handtekinn. Egypskir lögreglumenn handtaka mann fyrir utan kjörstað á laugardag.
Kjósandi handtekinn. Egypskir lögreglumenn handtaka mann fyrir utan kjörstað á laugardag.

Egypski stjórnmálaflokkurinn Bræðralag múslima, sem bannaður var fyrir 51 ári síðan, tilkynnti í gær að hann væri búinn að vinna 76 af 454 sætum í egypska þinginu. Annar áfangi egypsku þingkosninganna af þremur fór fram á laugardag og í þeim vann flokkurinn 29 sæti til viðbótar þeim sem hann hefur þegar unnið.

Þriðji áfangi kosninganna mun eiga sér stað 1. desember. Þó Bræðralag múslima sé opinberlega bannað er flokkurinn viðurkenndur sem mikið áhrifavald á bak við tjöldin í egypskum stjórnmálum. Flokkurinn er stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á egypska þinginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×