Erlent

Sendi SMS undir stýri

Sautján ára bandarískur piltur missti stjórn á bílnum sínum er hann var að senda SMS-skilaboð sem varð til þess aldraður hjólreiðamaður lét lífið. Pilturinn á yfir höfði sér allt að eins árs fangelsi fyrir vítavert kæruleysi undir stýri.

Þetta var í annað sinn sem ekið var á hjólreiðamanninn. Fyrir tveimur árum var ekið á hann er hann hjólaði í mestu makindum á hjólreiðastíg. Að sögn eiginkonu hans hafði hann allar götur síðan verið sérlega varkár í umferðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×