Erlent

Notaði egg starfsmannanna

Beðist afsökunarþ Dr. Hwang Woo-suk kvaðst harma að hafa ekki leyst frá skjóðunni fyrr en nú.
Beðist afsökunarþ Dr. Hwang Woo-suk kvaðst harma að hafa ekki leyst frá skjóðunni fyrr en nú.

Frumkvöðull á sviði klónunar og stofnfrumurannsókna hefur sagt af sér embætti eftir að upp komst að hann hefði notað eggfrumur starfsmanna sinna við tilraunirnar.

Prófessor Hwang Woo-suk, frá Suður-Kóreu, öðlaðist heimsfrægð á sínum tíma fyrir að takast fyrstum manna að klóna fósturvísa og stofnfrumur úr mönnum. Talið var að gæði klónunarinnar væru slík að á grundvelli tækninnar sem hann þróaði væri hægt að framleiða stofnfrumur til ­ígræðslu­­ í fólk sem þjáist af sjúkdómum á borð við sykursýki og parkinsonsveiki.

Um nokkra hríð hefur grunur leikið á að Woo-suk hafi fengið eggfrumur frá kvenkyns undirmönnum sínum á rannsóknarstofunni en slíkt þykir brjóta í bága við skráðar jafnt sem óskráðar siðareglur þar sem talsverðar líkur eru á að undirsátunum finnist þeir vera undir þrýstingi að gefa eggin.

Í gær viðurkenndi hann að þannig hefði verið í pottinn búið en bætti þó við að á þeim tíma sem tilraunirnar fóru fram hefði hann ekki vitað hvaðan eggin væru komin. Auk þess að biðjast afsökunar sæi hann sig knúinn til að segja af sér öllum opinberum embættum, þar á meðal forstöðu Alþjóðlegu stofnfrumurannsóknastöðvarinnar sem hann stofnaði fyrr í mánuðinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×