Erlent

Mikill skortur á jólatrjám

Nú ber vel í veiði fyrir Norðmenn því skortur á jólatrjám er fyrirsjáanlegur sunnar í Evrópu.
Nú ber vel í veiði fyrir Norðmenn því skortur á jólatrjám er fyrirsjáanlegur sunnar í Evrópu.

Norskir framleiðendur jólatrjáa horfa björtum augum til framtíðar því skortur er á jólatrjám í Evrópu. Er búist við að jólatré muni skorta næstu átta ár. Fjórar milljónir jólatrjáa þarf í ár til að fullnægja þörf Evrópubúa fyrir runnann græna.

Offramboð hefur verið á jólatrjám í Noregi undanfarin ár og eru því norskir framleiðendur ánægðir með þessa eftirspurn sunnar í Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×