Erlent

Hafa enga stjórn á ástandinu

Sendir heim. Gríðarlegur kostnaður fylgir því að senda ólöglega innflytjendur til síns heima á ný og er það að hluta til ástæða þess að margir þeir sem inn í landið komast á annað borð eru að mestu látnir í friði.
Sendir heim. Gríðarlegur kostnaður fylgir því að senda ólöglega innflytjendur til síns heima á ný og er það að hluta til ástæða þess að margir þeir sem inn í landið komast á annað borð eru að mestu látnir í friði.

Yfirvöldum á Spáni hefur mistekist að stöðva þann stríða straum ólöglegra innflytjenda frá Afríku og Suður-Ameríku sem kemur til landsins. Tölfræðin sýnir að komist innflytjendur inn á annað borð er nánast ómögulegt að hafa uppi á þeim aftur.

Nýjar rannsóknir sýna að yfir 120 þúsund ólöglegir innflytjendur sem yfirvöld vita af og hafa þegar vísað úr landi eru enn í landinu og sýna ekkert fararsnið á sér. Er þar eingöngu um þá að ræða sem lögregla veit um en gera má fastlega ráð fyrir að annar eins fjöldi hið minnsta búi og starfi í landinu ólöglega án vitneskju yfirvalda. Er því að miklu að keppa fyrir þær þúsundir sem reyna ár hvert að komast til landsins.

Næg atvinna er fyrir ólöglega innflytjendur enda flestir reiðubúnir að þiggja lág laun fyrir vinnu sína og margir minni atvinnurekendur nýta sér það óspart.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×