Erlent

Ætlar til Mongólíu í dag

Bush í Kína. 
Bandaríkjaforseti gretti sig í gamni fyrir ljósmyndara í Kína í gær.
Bush í Kína. Bandaríkjaforseti gretti sig í gamni fyrir ljósmyndara í Kína í gær.

Forsetar Bandaríkjanna og Kína hittust í Alþýðuhöllinni í Peking í gær, rétt hjá Torgi hins himneska friðar. George W. Bush skrapp í heimsókn til Kína og lagði hann mikla áherslu á að kínversk stjórnvöld veittu íbúum landsins meira ­frelsi.

­ Hann fékk einnig endurnýjuð loforð frá Hu Jintao um að opna hinn gríðarstóra kínverska markað fyrir bandarískum vörum, án þess þó að þeim loforðum hafi enn fylgt neinar áþreifanlegar efndir. Heimsóknin virtist skila litlum árangri í öðrum málum sem Bandaríkjamenn hafa lagt ­áherslu á, svo sem kröfur þeirra um umbætur Kínverja í gjaldeyrismálum.

Þetta er í þriðja sinn sem Bush kemur til Kína í forsetatíð sinni. Frá Kína hugðist hann halda áfram í dag til Mongólíu, en þangað hefur enginn Bandaríkjaforseti lagt leið sína enn sem komið er. Íbúar Mongólíu virðast gera sér vonir um að Bush muni heita þeim meiri aðstoð í efnahagsmálum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×