Erlent

Líkfylgd varð fyrir sjálfsmorðsárás

Bíllinn sem sprakk á markaðstorginu í Bagdad gjöreyðilagðist enda var sprengjan svo öflug að hún varð þrettán manns að aldurtila.
Bíllinn sem sprakk á markaðstorginu í Bagdad gjöreyðilagðist enda var sprengjan svo öflug að hún varð þrettán manns að aldurtila.

Enn ein ofbeldishrinan virðist hafin í Írak en í gær létust að minnsta kosti 33 í tveimur hryðjuverkaárásum. Til ósættis kom á ráðstefnu Arababandalagsins um frið í Írak sem fram fer í Kaíró.

Í það minnsta tuttugu fórust og tuttugu til viðbótar slösuðust þegar sjálfsmorðsárás var gerð á líkfylgd í bænum Abu Saiba, skammt norður af Bagdad. Þeir sem létust voru flestir úr hópi sjía.

Þá fórust þrettán þegar bílsprengja sprakk á markaði í höfuðborginni í gærmorgun. Á föstudaginn létust hátt í hundrað manns þegar árásir voru gerðar á mosku í bænum Khanaqin.

Í Kaíró í Egyptalandi kom til illinda á ráðstefnu um frið í Írak sem Arababandalagið stendur fyrir. Fulltrúar sjía og Kúrda á ráðstefnunni reiddust svo orðum kristins landa síns um að stjórnmálauppbyggingin í landinu væri ekkert annað en sjónarspil Bandaríkjamanna að þeir ruku á dyr. Sættir tókust þó eftir nokkra stund en þá hafði sá kristni beðist afsökunar og ummæli hans þurrkuð út úr gerðabókum fundarins.

Málið þykir sýna í hnotskurn hversu litlir kærleikar eru á milli þjóðarbrotanna sem byggja Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×