Erlent

Íhuga rannsókn á Halliburton

Dick Cheney.
Dick Cheney.

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tekur senn ákvörðun um hvort rannsaka eigi ásakanir um að fyrirtækið Halliburton, sem Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna stýrði eitt sinn, hafi fengið hagstæða samninga í Írak með vafasömum hætti.

Dick Cheney var forstjóri Halliburton á árunum 1995 til 2000, en lét af störfum þegar hann bauð sig fram til varaforseta. Í fyrra gagnrýndu embættismenn hjá Bandaríkjaher hvernig staðið var að samningum við Halliburton, til dæmis að fyrirtæki í eigu þess fékk samning um að endurreisa olíuiðnað Íraks án þess að útboð færi fram.

Talsmenn Halliburton verjast fregna af málinu, en segjast vilja sýna dómsmálaráðuneytinu fullan samstarfsvilja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×