Erlent

ESB boðar nýtt umferðarkerfi

Flugumferð Vex. Því er spáð að flugumferð í Evrópu tvöfaldist á næstu 15 árum.
Flugumferð Vex. Því er spáð að flugumferð í Evrópu tvöfaldist á næstu 15 árum.

Evrópusambandið hyggst koma upp nýju samhæfðu flugumferðarstjórnarkerfi í aðildarríkjunum til að bregðast við þeirri stórauknu flugumferð sem spáð er í álfunni á næstu árum. Gert er ráð fyrir að umferðin um helstu flugleiðir í Evrópu muni tvöfaldast á næstu 15 árum.

Á blaðamannafundi í Brussel á fimmtudag var hið nýja kerfi kynnt, en það hefur fengið heitið Sesar. Helstu markmiðin með innleiðingu kerfisins er að gera flugumferð öruggari, draga úr mengun og gera flugumferðarstjórn auðveldari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×