Mál Litháa í Félagsdóm 19. nóvember 2005 08:15 Sóleyjarimi í Reykjavík. Hópur Litháa starfar við byggingu fjölbýlishúss í Sóleyjarima. Verkalýðshreyfingin óttast að mennirnir séu á of lágum launum og ætlar að höfða mál fyrir Félagsdómi til að fá úr því skorið. Verður málið sent fyrir dóminn í næstu viku. Samiðn ætlar að höfða mál fyrir Félagsdómi til að fá upplýsingar um kjör hóps Litháa sem starfar við byggingu fjölbýlishússins að Sóleyjarima 15 og 17 fyrir verktakafyrirtækið Sóleyjarbyggð. Samiðn telur að mennirnir, sem hafa komið hingað á vegum litháískrar starfsmannaleigu, séu á allt of lágum launum. Þetta er í fyrsta skipti sem mál vegna starfsmanna á vegum erlendrar starfsmannaleigu er sent fyrir Félagsdóm. Finnbjörn Hermannsson, formaður Samiðnar, segir að allt að tólf Litháar hafi starfað hjá Sóleyjarbyggð mestallt þetta ár þó að í augnablikinu séu þeir bara átta, fjórir sem nú séu komnir í beint ráðningarsamband við fyrirtækið og fjórir sem enn séu hér á vegum starfsmannaleigunnar. Talið er að mennirnir hafi verið látnir ganga í öll störf. Finnbjörn segir að Samiðn hafi reynt að komast að því á hvaða launum mennirnir séu en ekki hafi fengist óyggjandi upplýsingar um það. Svo virðist sem mennirnir séu á of lágum grunnlaunum og staðaruppbót. Verkalýðshreyfingunni sýnist þeir fá 400 krónur á tímann en eiga rétt á 988 krónum á tímann. "Sóleyjarbyggð ber að standa við íslenska kjarasamninga eins og öllum öðrum. Þeir hafa allar upplýsingar um það á hvaða launum mennirnir eru þó að þeir skýli sér á bak við starfsmannaleiguna. Þeim ber að skila staðgreiðslu og halda tímaskýrslu. Þeir vita upp á hár á hvaða launum mennirnir eru," segir Finnbjörn. Róbert Jón Jack rafvélavirkjameistari á Sóleyjarbyggð með bróður sínum Davíð. Hann segir Litháana vinna sem handlangara og vera á íslenskum taxta. Verkalýðshreyfingin hafi "fengið allar upplýsingar sem þeir þurfa og vilja" en í síðasta bréfi frá verkalýðsfélaginu hafi fyrirtækinu verið hrósað fyrir að vera til sóma með aðstöðu og laun. Innlent Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Sjá meira
Samiðn ætlar að höfða mál fyrir Félagsdómi til að fá upplýsingar um kjör hóps Litháa sem starfar við byggingu fjölbýlishússins að Sóleyjarima 15 og 17 fyrir verktakafyrirtækið Sóleyjarbyggð. Samiðn telur að mennirnir, sem hafa komið hingað á vegum litháískrar starfsmannaleigu, séu á allt of lágum launum. Þetta er í fyrsta skipti sem mál vegna starfsmanna á vegum erlendrar starfsmannaleigu er sent fyrir Félagsdóm. Finnbjörn Hermannsson, formaður Samiðnar, segir að allt að tólf Litháar hafi starfað hjá Sóleyjarbyggð mestallt þetta ár þó að í augnablikinu séu þeir bara átta, fjórir sem nú séu komnir í beint ráðningarsamband við fyrirtækið og fjórir sem enn séu hér á vegum starfsmannaleigunnar. Talið er að mennirnir hafi verið látnir ganga í öll störf. Finnbjörn segir að Samiðn hafi reynt að komast að því á hvaða launum mennirnir séu en ekki hafi fengist óyggjandi upplýsingar um það. Svo virðist sem mennirnir séu á of lágum grunnlaunum og staðaruppbót. Verkalýðshreyfingunni sýnist þeir fá 400 krónur á tímann en eiga rétt á 988 krónum á tímann. "Sóleyjarbyggð ber að standa við íslenska kjarasamninga eins og öllum öðrum. Þeir hafa allar upplýsingar um það á hvaða launum mennirnir eru þó að þeir skýli sér á bak við starfsmannaleiguna. Þeim ber að skila staðgreiðslu og halda tímaskýrslu. Þeir vita upp á hár á hvaða launum mennirnir eru," segir Finnbjörn. Róbert Jón Jack rafvélavirkjameistari á Sóleyjarbyggð með bróður sínum Davíð. Hann segir Litháana vinna sem handlangara og vera á íslenskum taxta. Verkalýðshreyfingin hafi "fengið allar upplýsingar sem þeir þurfa og vilja" en í síðasta bréfi frá verkalýðsfélaginu hafi fyrirtækinu verið hrósað fyrir að vera til sóma með aðstöðu og laun.
Innlent Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Sjá meira