Hyggjast segja upp samningi við TR 25. október 2005 03:30 Aukin eftirspurn eftir þjónustu sjálfstætt starfandi hjartasérfræðinga felst meðal annars í því að fólk lætur nú rannsaka heilsufar sitt í forvarnarskyni, í stað þess að eiga á hættu að þurfa að leggjast inn á spítala. "Það er einhugur meðal hjartasérfræðinga um að segja upp samningi við Tryggingastofnun ríkisins við óbreyttar aðstæður," segir Axel Sigurðsson, sem sæti á í stjórn Félags sjálfstætt starfandi hjartalækna. Á fundi hjartasérfræðinga fyrir helgi var meðal annars rædd sú staða sem komin er upp um einingakvóta sem samningur TR og sérfræðilækna kveður á um. Þykir sýnt að læknisverk sérfræðilækna fari fram úr samningsbundnum einingafjölda sem nemur 200 milljónum á þessu ári. "Að óbreyttu er staðan sú að við fáum ekkert greitt það sem eftir er ársins," segir Axel. "Við getum ekki horft á það gerast aftur á næsta ári. En samningurinn í heild er til umræðu hjá samninganefndum Læknafélags Reykjavíkur og Tryggingastofnunar." Axel segir að meðan læknar séu á samningnum megi þeir ekki rukka sjúklinginn um meira en hlut hans. Hlutur Tryggingastofnunar fæst ekki greiddur ef komið er yfir samningsbundinn einingafjölda. Ef læknar segja upp samningi þurfa þeir að gera það hver fyrir sig. Þá þurfa þeir að búa til eigin taxta, en að því er ekki farið að hugsa enn sem komið er. Væntanlega verði notaður sami taxti og nú en sjúklingurinn verður þá að greiða allan kostnaðinn við læknishjálpina. "Okkur finnst afar vondur kostur að slíta þessum samningi," segir Axel. "En það er mikil samstaða meðal hjartasérfræðinga um að gera það ef ekkert breytist. En það er vilji beggja megin við borðið að finna einhverja lausn. Samningurinn hefur virkað vel þegar hann helst innan ramma. Þetta má ekki dragast fram yfir næstu mánaðamót, því menn geta ekki verið í þessari óvissu mikið lengur. Komi til þess að samningnum verði sagt upp tekur það ekki gildi fyrr en að þremur mánuðum liðnum." Innlent Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
"Það er einhugur meðal hjartasérfræðinga um að segja upp samningi við Tryggingastofnun ríkisins við óbreyttar aðstæður," segir Axel Sigurðsson, sem sæti á í stjórn Félags sjálfstætt starfandi hjartalækna. Á fundi hjartasérfræðinga fyrir helgi var meðal annars rædd sú staða sem komin er upp um einingakvóta sem samningur TR og sérfræðilækna kveður á um. Þykir sýnt að læknisverk sérfræðilækna fari fram úr samningsbundnum einingafjölda sem nemur 200 milljónum á þessu ári. "Að óbreyttu er staðan sú að við fáum ekkert greitt það sem eftir er ársins," segir Axel. "Við getum ekki horft á það gerast aftur á næsta ári. En samningurinn í heild er til umræðu hjá samninganefndum Læknafélags Reykjavíkur og Tryggingastofnunar." Axel segir að meðan læknar séu á samningnum megi þeir ekki rukka sjúklinginn um meira en hlut hans. Hlutur Tryggingastofnunar fæst ekki greiddur ef komið er yfir samningsbundinn einingafjölda. Ef læknar segja upp samningi þurfa þeir að gera það hver fyrir sig. Þá þurfa þeir að búa til eigin taxta, en að því er ekki farið að hugsa enn sem komið er. Væntanlega verði notaður sami taxti og nú en sjúklingurinn verður þá að greiða allan kostnaðinn við læknishjálpina. "Okkur finnst afar vondur kostur að slíta þessum samningi," segir Axel. "En það er mikil samstaða meðal hjartasérfræðinga um að gera það ef ekkert breytist. En það er vilji beggja megin við borðið að finna einhverja lausn. Samningurinn hefur virkað vel þegar hann helst innan ramma. Þetta má ekki dragast fram yfir næstu mánaðamót, því menn geta ekki verið í þessari óvissu mikið lengur. Komi til þess að samningnum verði sagt upp tekur það ekki gildi fyrr en að þremur mánuðum liðnum."
Innlent Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira