Umræðan á Íslandi hefur áhrif á skoðun Norðmanna 25. október 2005 05:00 Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs ásamt Göran Persson "Við fylgjumst með því hvernig umræðan þróast á Íslandi því hún hefur áhrif í Noregi." Fréttablaðið Hari Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hafði orð fyrir forsætisráðherrum Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna á blaðamannafundi í Reykjavík í gærkvöldi. "Viðræður okkar snérust einkum um samband Norðurlanda og Eystrasaltslandanna við Evrópusambandið og tengslin milli ES og Evrópska efnahagssvæðisins. Við ræddum einnig sambandið við Rússland og Úkraínu. Við ræðum þau mál áfram á síðari fundi hér. En einnig ræddum við tengsl Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna." Spurðir um formlega aðild Eystrasaltsríkjanna að Norðurlandaráði sagði Halldór að slíkar aðildarumsóknir hefðu ekki borist. Göran Persson forsætisráðherra Svíþjóðar sagði að tengslin og samvinnan við Rússland væri afar þýðingarmikil. Svíþjóð, Finnland og Danmörk eiga aðild að Evrópusambandinu og sagði Persson að umræður um nánari samvinnu við Rússa fara fram innan þess einnig. "Hagsmunirnir liggja á orkusviðinu, framboði á eldsneyti, áætlunum um að horfa til fjölbreytilegra orkugjafa og verða ekki háðir eldsneyti frá einu eða tveimur löndum innan álfunnar. Það er margt að ræða við Rússa bæði af hálfu Norðurlandaráðs og Evrópusambandsins," sagði Göran Persson. "Norðmenn vilja áfram grundvalla tengsl sín við Evrópusambandið á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið," sagði Jens Stoltenberg, nýbakaður forsætisráðherra Noregs. Sósíalíski vinstriflokkurinn, samstarfsflokkur Verkamannaflokksins í nýrri ríkisstjórn Noregs, er andvígur inngöngu í Evrópubambandið og í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er ekki gert ráð fyrir aðildarumsókn. "Verkamannaflokkurinn áksilur sér þó frelsi til þess að fylgja stefnu sinni í Evrópumálum, taka upp málið ef og þegar sá tími kemur að Norðmenn eru reiðubúinir á ný til þess að taka afstöðu til inngöngu í Evrópusambandið," segir Stoltenberg. Norðmenn höfnuðum inngöngu í Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1972 og aftur árið 1994. Stoltenberg segir að ef ætlunin sé að sækja um inngöngu verði að ganga úr skugga um að það sé afdráttarlaus vilji þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. "Ég er viss um að ef Ísland sækti um inngöngu í Evrópusambandið muni það hafa mikil áhrif á umræðuna í Noregi. Við fylgjumst með því hvernig umræðan þróast á Íslandi því hún hefur áhrif í Noregi. En ólíkt Íslendingum höfum við í tvígang farið í gegn um samningaviðræður, sótt um inngöngu og fellt aðildina í þjóðaratkvæðagreiðslu," sagði Jens Stoltenberg í samtali við Fréttablaðið. Innlent Stj.mál Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hafði orð fyrir forsætisráðherrum Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna á blaðamannafundi í Reykjavík í gærkvöldi. "Viðræður okkar snérust einkum um samband Norðurlanda og Eystrasaltslandanna við Evrópusambandið og tengslin milli ES og Evrópska efnahagssvæðisins. Við ræddum einnig sambandið við Rússland og Úkraínu. Við ræðum þau mál áfram á síðari fundi hér. En einnig ræddum við tengsl Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna." Spurðir um formlega aðild Eystrasaltsríkjanna að Norðurlandaráði sagði Halldór að slíkar aðildarumsóknir hefðu ekki borist. Göran Persson forsætisráðherra Svíþjóðar sagði að tengslin og samvinnan við Rússland væri afar þýðingarmikil. Svíþjóð, Finnland og Danmörk eiga aðild að Evrópusambandinu og sagði Persson að umræður um nánari samvinnu við Rússa fara fram innan þess einnig. "Hagsmunirnir liggja á orkusviðinu, framboði á eldsneyti, áætlunum um að horfa til fjölbreytilegra orkugjafa og verða ekki háðir eldsneyti frá einu eða tveimur löndum innan álfunnar. Það er margt að ræða við Rússa bæði af hálfu Norðurlandaráðs og Evrópusambandsins," sagði Göran Persson. "Norðmenn vilja áfram grundvalla tengsl sín við Evrópusambandið á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið," sagði Jens Stoltenberg, nýbakaður forsætisráðherra Noregs. Sósíalíski vinstriflokkurinn, samstarfsflokkur Verkamannaflokksins í nýrri ríkisstjórn Noregs, er andvígur inngöngu í Evrópubambandið og í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er ekki gert ráð fyrir aðildarumsókn. "Verkamannaflokkurinn áksilur sér þó frelsi til þess að fylgja stefnu sinni í Evrópumálum, taka upp málið ef og þegar sá tími kemur að Norðmenn eru reiðubúinir á ný til þess að taka afstöðu til inngöngu í Evrópusambandið," segir Stoltenberg. Norðmenn höfnuðum inngöngu í Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1972 og aftur árið 1994. Stoltenberg segir að ef ætlunin sé að sækja um inngöngu verði að ganga úr skugga um að það sé afdráttarlaus vilji þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. "Ég er viss um að ef Ísland sækti um inngöngu í Evrópusambandið muni það hafa mikil áhrif á umræðuna í Noregi. Við fylgjumst með því hvernig umræðan þróast á Íslandi því hún hefur áhrif í Noregi. En ólíkt Íslendingum höfum við í tvígang farið í gegn um samningaviðræður, sótt um inngöngu og fellt aðildina í þjóðaratkvæðagreiðslu," sagði Jens Stoltenberg í samtali við Fréttablaðið.
Innlent Stj.mál Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira